Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 24. mars 2008 19:32
Davíð Örn Atlason
Heimild: Sky 
Riise kemur Mascherano til varnar
Mascherano labbar af leikvelli í gær
Mascherano labbar af leikvelli í gær
Mynd: Getty Images
John Arne Riise, leikmaður Liverpool ver Javier Mascherano, liðsfélaga sinn sem fék rautt spjald gegn Manchester United í gær. Mascherano fékk tvö gul spjöld í 3-0 tapi og það seinna fyrir mótmæli á gulu spjaldi sem Fernando Torres fékk.

Þegar að niðurstaðan lá fyrir lét Mascherano eins og vitleysingur og það þurfti að halda honum frá Steve Bennett, dómara leiksins. Riise segir að Bennett hefði átt að tala við Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool fyrr í leiknum til þess að róa Mascherano niður.

,,Ég veit ekki hvað var sagt milli Mascherano og Bennett, en mér finnst að dómarinn hefði átt að tala við Steven Gerrard áður en að þetta gerðist. Hann (Mascherano) gerði mistök og vonandi lærir hann af þeim," sagði John Arne Riise við norskt dagblað.

,,Mascherano er leikmaður sem gefur ekkert eftir og hann elskar liðið og elskar að vinna. Honum var bara aðeins of heitt í hamsi."

Riise, sem kom inná sem varamaður seint í leiknum segir einnig að Manchester United hafi átt sigurinn skilinn, þrátt fyrir að hann hati að tapa gegn erkifjendum.

,,Ég gjörsamlega hata að tapa á móti Manchester United, en þeir verðskulduðu þennan sigur. Það var samt eitthvað í gangi hjá okkur þótt við vorum einum færri," sagði þessi norski leikmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner