Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 26. mars 2008 08:14
Magnús Már Einarsson
Grétar Rafn ætlar að vera með fótboltaskóla á Íslandi ásamt Bolton
Vill efla fótboltann úti á landi
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton Wanderers og íslenska landsliðsins stefnir á að vera með fótboltaskóla á Íslandi í sumar. Skólinn yrði í samstarfið við Bolton og myndu þjálfarar frá enska félaginu koma til landsins en væntanlega yrði um að ræða tvo námskeið til að byrja með, eitt á Siglufirði og annað á Akranesi.

,,Ég ætla að reyna að byrja með knattspyrnuskóla í sumar sem yrði fyrir krakka utan af landi. Mér finnst fótboltinn utan af landi hafa dalað mjög mikið síðustu tíu ár, þetta hefur færst nær höfuðborgarsvæðinu með tilkomu allra hallanna. Þetta er gert til að gefa krökkum á ákveðnum aldri tækifæri til að æfa eins og atvinnumenn og sjá hvað þarf að gera til að vera atvinnumenn,” sagði Grétar Rafn við Fótbolta.net um þessa hugmynd sína.

Grétar Rafn segir að margir leikmenn með íslenska landsliðinu og atvinnumenn undanfarin ár hafi komið utan af landi en sjálfur ólst hann upp á Siglufirði þangað til í þriðja flokki að hann gekk til liðs við ÍA og lék með Skagamönnum þar til hann fór í atvinnumennsku árið 2005.

,,Það er erfitt að láta drauma sína rætast þegar þú kemur frá litlum stað, maður veit það sjálfur. Þeir sem búa úti á landi þurfa að leggja helmingi meira á sig heldur en krakkar sem eru hjá stórum liðum. Þá ertu með hallirnar, þjálfarana, Reykjavíkurmót og öll þessi mót. Krakkar utan af landi þurfa að leggja harðar að sér og það gerir oftar en ekki það að verkum að þeir hafa þetta “Extra” sem krakkar út í heimi hafa ekki.”

,,Hugmyndin er að fá Bolton til liðs við mig, fara út á land og vekja athygli á fótbolta, fá fleiri í fótbolta og kenna krökkum hugarfarið og hvað þarf að gera til að verða afburðarknattspyrnumenn og komast í atvinnumennsku,”
sagði Grétar Rafn en hann vonast til að geta verið með námskeið á Siglufirði og Akranesi í sumar.

,,Ég er með tvo klúbba í huga, KS Siglufirði og ég myndi síðan líklega fara upp á Skaga. Ég myndi byrja þar sem ég þekki vel til og færa þetta síðan í framhaldinu á aðra staði og önnur landshorn. Núna er ég að hafa samband við þá sem ég þekki á Íslandi og styrktaraðila.”

,,Það er dýrt batterí að byrja með svona og núna er ég að fá fólk til liðs við mig, fólk sem hefur áhuga á að koma fótbolta utan af landi aftur á kortið. Vonandi eru einhverjir sem skoða síðuna og hafa áhuga á að hjálpa til við þetta og vera með mér í liði í að koma fótboltanum utan af landi aftur á kortið.”


Námskeiðin myndu standa yfir í fimm daga og dagskráin yrðu vel skipuð. Þjálfarar frá Bolton myndu koma og sjá um námskeiðið og íslenskir landsliðsmenn myndu kíkja í heimsókn.

,,Þetta yrðu fimm dagar, við fengjum þjálfara frá Bolton til að sjá um tæknilegu hliðina, taktík, mataræði og í raun sjá um allt og kenna krökkum að æfa eins og atvinnumenn. Leikmenn úr landsliðinu munu koma, ég verð þarna og ég mun fá leikmenn úr landsliðinu til að koma.”

,,Þetta yrði gert almennilega því að þetta er eitthvað sem þarf á Íslandi. Þetta er til í Reykjavík, það eru morgunæfingar og þetta er frábært hjá Arnóri (Guðjohnsen), Guðna (Bergsyni) og þessum köllum.”

,,Við erum það fámenn að við þurfum að búa til leikmenn allsstaðar að og við þurfum að fá fleiri í fótboltann til þess að halda áfram að búa til afburðaleikmenn. Ég held að þetta sé leiðin og ef fólk er tilbúið að hjálpa til við þetta þá eigum við eftir að búa til fleiri leikmenn í framtíðinni,”
sagði Grétar Rafn Steinsson að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner