Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. maí 2008 10:17
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AFP 
Klinsmann taldi Lahm á að vera áfram hjá Bayern
Lahm í leik með þýska landsliðinu.
Lahm í leik með þýska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Philipp Lahm sem leikur með Bayern Munchen sagði í gær að eftir samtal við nýja þjálfarann, Jurgen Klinsmann, hafi hann tekið ákvörðun um að yfirgefa félagið ekki í lok tímabilsins og því hafi hann framlengt samningi sínum við félagið til 2012.

Lahm sem er 24 ára gamall var í gær valinn í þýska landsliðshópinn sem fer á Evrópumót landsliða í næsta mánuði og Klinsmann sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari er að taka við Bayern Munchen af Ottmar Hitzfeld 1. júlí næstkomandi.

Upp úr samningaviðræðum milli Lahm og Bayern hafði slitnað í apríl og því voru vangaveltur um að hann væri á förum til Barcelona. Hann hefur nú gert fjögurra ára samning við Bayern.

,,Ég er mjög ángægður, ég hef átt mjög gott samtal við framtíðar þjálfarann Jurgen Klinsmann," sagði Lahm sem á að baki 39 landsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk.

,,Ég hef það á tilfinningunni að spennandi hlutir séu framundan og það taldi mig á að fara ekki. Eftir að við unnum þýska bikarinnn og deildina er nú nauðsynlegt að taka mikilvægt skref í Evrópu."

Lahm vann sér sæti í byrjunarliðinu árið 2005. Hann á að baki 128 deildarleiki með Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner