Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. maí 2008 15:18
Hörður Snævar Jónsson
Hermann Hreiðarsson: Byrjaði að skála eins og víkingur
Hermann með bikarinn þegar leikmenn Portsmouth keyrðu í opinni rútu í gær.
Hermann með bikarinn þegar leikmenn Portsmouth keyrðu í opinni rútu í gær.
Mynd: Getty Images
Hermann dansar fyrir stuðningsmenn Portsmoth í gær.
Hermann dansar fyrir stuðningsmenn Portsmoth í gær.
Mynd: Getty Images
Með bikarinn á lofti.
Með bikarinn á lofti.
Mynd: Getty Images
Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth segir að það hafi verið ólýsanleg tilfinning þegar ljóst var að liðið varð ensku bikarmeistari á laugardaginn.

Hermann og félagar unnu Cardiff 1-0 en eina mark leiksins skoraði Nwankwo Kanu.

,,Það er mikið spennufall núna eftir þessa daga," sagði Hermann Hreiðarsson þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

,,Þessir tveir dagar voru bara geggjaðir, eftir 11 ár hérna úti að fá þennan titil og þessa tilfinningu. Eftir öll þessi ár og erfiðið þá er þetta yndislegt, þetta var meiriháttar."

Hermann fór mikinn í fagnaðarlátum Portsmouth þegar liðið fagnaði í leikslok og hann segir að stemmningin á Wembley hafi verið frábær.

,,Þetta var þvílíkur léttir, það var búið að byggja upp svo mikla spennu og maður var eins og smákrakki alla vikuna, svaf varla bara fyrir spenningi og tilhlökkun af því að maður vissi alveg að við ættum góðan möguleika og það eina sem skipti máli var að ég færi heim til mín með medalíu."

Hermann fagnaði mikið þegar bikarinn fór á loft. ,,Það er engin spurning að það kom spá spennufall en þetta var alveg frábært að lyfta bikarnum."

Í partý sem haldið var hjá leikmönnum Portsmouth eftir leik var Hermann allt í öllu og sýndi fólki hvernig Íslendingar fagna því að vinna titla.

,,Maður var strax kominn upp í hljóðnemann, ég borðaði fyrstur og ákvað að klára þetta leiðinlega og byrjaði að skála eins og víkingur. Á meðan fólk var að borða var ég bara að kenna þeim hvernig á að gera þetta."

Leikmenn Portsmouth gerðu sér glaðan dag fyrir leikinn á fimmtudaginn og fóru í karókí þar sem Hermann var í Elvis galla og tók lagið.

,,Þegar ég var í ÍBV þá vorum við með hljómsveit kallaðir "The Guys", í þeirri hljómsveit voru Rútur Snorrason, Steingrímur Jóhannesson, Leifur Geir Hafsteinsson, Heimir Hallgrímsson og Ívar Bjarklind söng."

,,Svo í restina kom ég alltaf og tók tvö Elvis lög, þetta byrjaði þarna fagn árið mikla og við spiluðum í einhverjum árshátíðum og spiluðum lokahófinu 96 og þá fór Elvis á svið líka."


Hann fékk búningana lánaða á þeim tíma en á nú sinn eigin Elvis galla sem hann notar við góð tækifæri.

,,Ég fékk alltaf lánaða búninga á Hard Rock Cafe, einhverja Elvis búninga sem voru alveg skornir upp í rassgatið á mér. Þegar ég varð þrítugur þá gaf konan mér Elvis búning sem var alveg sniðin að mér."

,,Ég var búinn að heyra af því að það ætti að fara út að borða og í karóki á fimmtudaginn þannig að ég tók bara allar græjur með mér."


Hermann meiddist í leiknum og segir læknir liðsins að hann sé með brotið kinnbein en hann lét það ekki aftra sér í því að fagna sigrinum.

,,Læknirinn segir bara að ég sé brotin en ég fer í aðra myndatöku og þá kemur í ljós hvort ég þarf að fara í einhverja aðgerð," sagði hinn geðþekki Hermann Hreiðarsson að lokum í samtali við Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner