Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 23. maí 2008 22:55
Magnús Már Einarsson
1.deild umfjallanir um leiki kvöldsins: Eyjamenn einir á toppnum
Hörður Sigurjón Bjarnason og Ingvar Þór Kale leikmenn Víkings eru hér á undan Úlfari Hrafni Pálssyni í boltann í kvöld.
Hörður Sigurjón Bjarnason og Ingvar Þór Kale leikmenn Víkings eru hér á undan Úlfari Hrafni Pálssyni í boltann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Valur Adolf Úlfarsson og Hilmar Rafn Emilsson í baráttunni.
Valur Adolf Úlfarsson og Hilmar Rafn Emilsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Úr leiknum á Ásvöllum.
Úr leiknum á Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Þórarinn Ingi skoraði fyrra mark ÍBV og lagði það síðara upp.
Þórarinn Ingi skoraði fyrra mark ÍBV og lagði það síðara upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Nsumba skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV á Íslandsmótinu.
Nsumba skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV á Íslandsmótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Steinn Gunnarsson skallar að marki gegn Selfyssingum.
Steinn Gunnarsson skallar að marki gegn Selfyssingum.
Mynd: Pedromyndir
Sandor Matus markvörður KA handsamar boltann á undan Viðari Erni Kjartanssyni.
Sandor Matus markvörður KA handsamar boltann á undan Viðari Erni Kjartanssyni.
Mynd: Pedromyndir
Þriðja umferðin í fyrstu deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. ÍBV er með níu stig á toppnum eftir 2-0 sigur á Stjörnunni, Haukar unnu góðan heimasigur á Víkingi R. og KA og Selfoss gerðu 2-2 jafntefli á Akureyri. Kíkjum á umfjallanir um leikina.



Haukar kláruðu Víkingi R. í síðari hálfleik
Haukar 3 - 1 Víkingur R.
0-1 Jimmy Høyer ('45)
1-1 Úlfar Hrafn Pálsson ('46)
2-1 Davíð Ellertsson (Víti) ('48)
3-1 Denis Curic ('85)
Rautt spjald: Hörður Sigurjón Bjarnason (Víkingur R.) ('90)

Haukar og Víkingur Reykjavík mættust á Ásvöllum í kvöld. Lítið gerðist fyrstu mínúturnar en Haukar áttu nokkur skot á markið, en Ingvar Þór Kale átti í litlum vandræðum með að handsama boltann.

Fyrsta alvöru færi leiksins átti Hilmar Trausti Arnarsson, en skot hans úr aukaspyrnu fór beint upp í samskeytin og þar voru Víkingar stál heppnir.

Stuttu seinna björguðu Víkingar á línu. Eftir langa sókn Hauka skallaði Úlfar Hrafn Pálsson í slá og Denis Curic tók frákastið en varnarmaður Víkingana varði á línu. Lítið markvert gerðist eftir það.

Það var ekki fyrr en á 46.mínútu er Víkingar fengu sitt fyrsta færi í leiknum, Egill Atlason átti skot að marki Hauka en Þórhallur Dan Jóhannsson bjargaði í horn, úr horninu sló Atli Jónasson boltann út í teig en beint á danann Jimmi Hoyer sem skallaði boltann í fjærhornið. Staðan orðin 1-0. Haukarnir tóku síðan miðjuna en í þann mund flautaði Ólafur Kjartansson til leikhlés.

Seinni hálfleikurinn var vart byrjaður er Haukar jöfnuðu. Ásgeir Ingólfsson sem kom inn á sem varamaður í hálfleik átti sprett upp hægri kantinn, gaf á Ómar Karl sem fékk boltann eftir að Milos Glogovac hafi dottið um sjálfan sig, Ómar Karl var einn á móti Ingvari sem varði vel en boltinn barst til vinstri og þar var Úlfar Hrafn Pálson einn og óvaldaður og lagði boltann í autt markið og staðan orðin 1-1.

Mínútu seinna komust Haukar síðan yfir í leiknum. Denis Curic komst í gegn en Milos stöðvaði Denis með því að handsama bltann með höndunum liggjandi og var Ólafur Kjartansson ekki í vafa um að dæma víti. Davíð Ellertsson fór á punktinn og skoraði örugglega.

Á 73. mínútu átti Sinisa Kekic skalla en rétt yfir markið, þetta var eina hættulega færi Víkings í seinni hálfleik.

Á 85.mínútu skoraði Denis Curic eftir glæsilega sendingu frá Ásgeiri. Curic skoraði með utanfótarskoti í fjær hornið eftir að Ingvar hafi komið á móti. Staðan orðin 3-1 fyrir Haukum og einungis fimm mínútur eftir af leiknum.

Lítið markvert gerðist eftir þetta, en Hörður Sigurjón Bjarnason fékk rautt spjald í viðbótartíma eftir að hafa ýtt við Ásgeiri Ingólfssyni eftir að Hörður hafi brotið af sér.

Ummæli eftir leik:

Hilmar Trausti Arnarsson leikmaður Hauka
,,Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Við vorum klárlega sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og áttum meðal annars þrjú skot í marksúlurnar og fengum þetta mark á okkur á seinustu sekúndu fyrri hálfleiks sem var auðvitað svekkjandi. En við töluðum um það í hálfleik að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðum að setja á þá tvö mörk strax í upphafi seinni hálfleiks."

,,Þeir náðu svo að setja smá pressu á okkur um miðjan seinni hálfleikinn en fengu þó engin afgerandi færi. Denis er leikmaður sem getur klárað leiki og eftir að hann setti þriðja markið okkar þá var þetta komið."

Fótbolti.net, Ásvellir - Arnar Daði Arnarsson.


Eyjamenn einir á toppnum eftir sigur á Stjörnunni
ÍBV 2 - 0 Stjarnan
1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson ('4)
2-0 Agustine Nsumba ('45)

Leikurinn í Eyjum byrjaði af krafti. Stjörnumenn áttu tvö skot að marki á fyrstu tveimur mínútum leiksins en það tók Eyjamenn ekki nema fimm mínútur að setja fyrsta markið. Þar var að verki Þórarinn Ingi Valdimarsson með viðstöðulausu skoti í hornið fjær eftir frábæra sendingu frá Pétri Runólfssyni utan af kanti, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldóssonr í marki Stjörnunnar. Góð byrjun hjá ÍBV.

Aðeins einni mínútu síðar björguðu Stjörnumenn svo á línu eftir darraðadans í teignum.
Um miðjan fyrri hálfleik átti Þorvaldur Árnason hörkuskot að marki ÍBV en Albert varði glæsilega.

Eftir um hálftíma leik fengu Stjörnumenn svo hörkufæri þar sem skot Halldórs Orra Björnssonar fór af varnarmanni og Albert Sævarsson í marki ÍBV þurfti að hafa sig allan við að verja, boltinn barst þá út í teig þar sem Zoran Stojanovic átti skot af stuttu færi en Albert snöggur upp og varði vægast sagt frábærlega. Garðbæingar þarna smá saman að vinna sig inn í leikinn á ný.

Í uppbótartíma í fyrri hálfleik bættu ÍBV svo við öðru marki og nú var það Þórarinn Ingi sem átti laglega sendingu inn í teig og þar var mættur Augustine Nsumba sem setti boltann í netið.

Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega eins og sá fyrri og áttu ÍBV fyrsta færið. Þá skallaði Italo Jorge Maciel, annar Brasilíumannanna í herbúðum Eyjamanna, rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Pétri Run.

Lítið bar á báðum liðum þangað til á 65 mín. þegar Italo átti annan góðan skalla aftur rétt framhjá, nú eftir sendingu frá Matt Garner. Eftir þetta breyttist leikurinn í hálfgert miðjuspil þar sem bæði lið skiptust á að leika boltann sín á milli.

Allt ætlaði svo að keyra um koll rétt áður en góður dómari leiksins flautaði til leiksloka.
Lokastaðan 2-0 fyrir Eyjamenn sem fögnuðu góðum heimasigri á Stjörnumönnum

Ummæli eftir leik:

Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður ÍBV:
,,Þetta sýnir bara hvað við erum að byrja vel, þéttir varnalega og beitum öflugum skyndisóknum. Gott að byrja tímabilið svona annað en í fyrra.
Það er alltaf skemmtilegt að skora og það var frábær tilfinning að skora fyrsta markið fyrir ÍBV, hlaupa til fólksins og fagna með því. Ólýsanleg tilfinning. Nú er bara að vona að fleiri fylgi í kjölfarið."


Fótbolti.net, Vestmannaeyjum - Einar Kristinn Kárason.


Selfoss sótti stig Norður
KA 2 – 2 Selfoss
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (´32)
2-0 Norbert Farkas (´40)
2-1 Sævar Þór Gíslason (´41)
2-2 Henning Eyþór Jónasson (´68)

Fjölmennt var á vellinum og góð stemning. Leikurinn byrjaði rólega og ekki var spilaður áferðarfallegur fótbolti fyrsta stundarfjórðunginn. Heimamenn voru þó ívið hættulegri og Norbert Farkas átti skalla í slá á 28. mínútu. Fjórum mínútum síðar kom fyrsta markið. Það skoraði Guðmundur Óli Steingrímsson fyrir heimamenn. En boltinn barst til hans rétt fyrir utan vítateig og hann skaut góðu vinstri fótar skoti framhjá Elíasi Erni Einarssyni í marki Selfyssinga.

Strax í næstu sókn fengu Selfyssingar umdeilda vítaspyrnu. Á punktinn fór Sævar Þór Gíslason, markahæsti leikmaður 1. deildarinnar en hann lét Sandor Matus markvörð KA manna verja frá sér.

Á 40. mínútu sóttu KA menn hart að marki Selfyssinga og uppskáru hornspyrnu. Dean Martin kom með góða hornspyrnu, boltinn var laus í teignum og Norbert Farkas fyrstur að átti sig og skoraði með hælnum. KA menn voru varla hættir að fagna þegar Sævar Þór Gíslason minnkaði muninn fyrir gestina. Hann fór illa með vinstri bakvörð KA og skoraði með laglegu skoti framhjá Sandor Matus. Ekkert fleira markvert gerðist í fyrri hálfleik staðan því 2-1 í leikhléi.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað eins og sá fyrri. En á 56. mínútu fengu KA menn sannkallaði dauðafæri. Dean Martin átti þá góðan sprett upp að endamörkum og gaf laglega fyrirgjöf á Svein Elías Jónsson sem skallaði boltann til Andra Fannars Stefánssonar sem lét Elías Örn verja frá sér. Selfyssingar áttu líka sín færi og áttu meðal annars skot í stöng stuttu seinna.

Á 68. mínútu kom jöfnunarmark Selfyssinga. Það gerði Henning Eyþór Jónasson en hann skoraði með skalla eftir góða aukaspyrnu frá Boban Jovic. Á 84.mínútu fékk Henning síðan gullið tækifæri til að stela sigrinum en hann skaut framhjá í upplögðu marktækifæri eftir góða skyndisókn Selfyssinga.

Á lokamínútunum átti bæði lið ágætis færi en ekkert varð úr þeim og jafntefli því staðreynd. Heimamenn voru hundsvekktir í leikslok en Selfyssingar geta verið ánægðir við að koma svona sterkir til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.

Ummæli eftir leik:
Andri Fannar Stefánsson leikmaður KA
,, Það er auðvitað svakalega svekkjandi að tapa hérna tveimur stigum, við áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en í staðinn þá gefum við eftir og leyfum þeim að komast inn í leikinn. Það gengur bara ekki ef við ætlum okkur að gera eitthvað í sumar. Við verðum að mæta í næsta leik á móti Haukum og taka þrjú stig, spila á fullu allan tímann. Svo vil ég hrósa Vinum Sagga og áhorfendum, þeir voru flottir og ömurlegt að geta ekki tekið öll stigin," sagði Andri sem er aðeins á 17. aldursári en hann tók við fyrirliðabandinu af Elmari Dan sem fór útaf í hálfleik vegna meiðsla.

Fótbolti.net, Akureyri - Aðalsteinn Halldórsson.
Athugasemdir
banner
banner