Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 05. júní 2008 18:50
Þórður Már Sigfússon
Pálmi Rafn undir smásjá hjá Stabæk
Pálmi Rafn Pálmason
Pálmi Rafn Pálmason
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Samkvæmt áræðanlegum heimildum Fótbolta.net er Pálmi Rafn Pálmason, miðvallarleikmaður Vals og íslenska landsliðsins, undir smásjá norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk.

Útsendarar á vegum félagsins hafa fylgst með Pálma Rafni að undanförnu og hafa þeir hrifist mjög af pilti enda hefur hann verið í frábæru formi síðan á undirbúningstímabilinu.

Stabæk, sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar, mun verða fyrir mikilli blóðtöku á næstu misserum þegar tveir af bestu miðvallarleikmönnum liðsins, þeir Somen Tchoyi og Anthony Annan, munu hverfa á braut og hefur félagið þegar farið á stúfana eftir nýjum leikmönnum.

Hinn frábæri Tchoyi hefur ákveðið að ganga til liðs við Red Bull Salzburg í Austurríki og Annan mun yfirgefa félagið í byrjun ágúst þegar lánssamningur hans við félagið rennur út.

Annan sem er á mála hjá Start er undir smásjá margra stórliða og ekki er loku fyrir það skotið að hann yfirgefi Stabæk áður en lánssamningurinn rennur út.

Forráðamenn Stabæk neituðu að tjá sig um málið þegar Fótbolti.net leitaði eftir því í dag.

,,Við tjáum okkur ekki um einstaka leikmenn en Pálmi er leikmaður sem við þekkjum til,” sagði talsmaður Stabæk í samtali við Fótbolta.net en þess má geta að Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, greindi frá því í dag að félagið hefur í hyggju að kaupa einn til tvo leikmenn í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner