Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. júní 2008 14:18
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
David Villa viðurkennir áhuga á Liverpool
David Villa í landsleik á Laugardalsvelli.
David Villa í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
David Villa framherji Valencia sem hefur slegið í gegn á Evrópumóti landsliða sem nú stendur yfir segir að hann myndi vilja fara til Liverpool ef hann fer í ensku deildina í sumar.

Villa er markahæsti leikmaður Evrópumótsins með fjögur mörk úr tveimur leikjum og fjöldi stórliða er á eftir honum, þeirra á meðal eru talin vera Chelsea og Liverpool frá Englandi.

,,Liverpool og Chelsea eru bæði stór félög með mikið aðdráttarafl," sagði Villa við News of the World.

,,Liverpool er með spænskan þjálfara og ég á líka marga vini þar," hélt hann áfram en Fernando Torres félagi hans í framlínu Spánar leikur með Liverpool og eins og hægt hefur verið að sjá á Evrópumótinu er mjög gott þeirra á milli.

,,Þegar Rafa [Benítez stjóri Liverpool] var þjálfari hjá Valencia og ég var hjá Zaragoza var mikið talað um mig og að ég færi til Valencia en ég gat ekki komið fyrr en árið eftir að hann fór þaðan."
Athugasemdir
banner
banner
banner