banner
   fös 20. júní 2008 00:08
Fótbolti.net
Umfjöllun: Bikarmeistararnir lögðu Fjarðabyggð
Höskuldur Björgúlfsson skrifar frá Eskifirði
Jónas Grani Garðarsson að fara að skora fyrir FH.
Jónas Grani Garðarsson að fara að skora fyrir FH.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Andri Hjörvar Albertsson og Matthías Guðmundsson kljást.
Andri Hjörvar Albertsson og Matthías Guðmundsson kljást.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Leikmenn Fjarðabyggðar þjarma að Jónasi Grana.
Leikmenn Fjarðabyggðar þjarma að Jónasi Grana.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Stefán Bogi Sveinsson, aðstoðarmaður þingmanns, Birkir Jón Jónsson, þingmaður, Guðmundur Bjarnason, stuðningsmaður.
Stefán Bogi Sveinsson, aðstoðarmaður þingmanns, Birkir Jón Jónsson, þingmaður, Guðmundur Bjarnason, stuðningsmaður.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Fjarðabyggð 0 - 2 FH
0-1 Jónas Grani Garðarsson ('55)
0-2 Matthías Guðmundsson ('63)

Fjarðabyggð byrjaði leikinn af fullum krafti og voru betra liðið allan fyrri hálfleikinn. Ástæðan fyrir því er kannski sambland af góðum leik heimamanna og vanmati FH á andstæðing sínum. Fyrsta færi leiksins kom á 10.mínútu en það átti Guðmundur Atli Steinþórsson. Guðmundur komst framhjá vinstri bakverði FH og skaut úr þröngu færi á markið en boltinn fór rétt framhjá.

FH átti nokkur færi í fyrri hálfleik en engin sem sköpuðu mikla hættu. Á 14. mínútu komst Höskuldur Eiríksson upp hægra megin og kom boltanum fyrir þar sem Matthías Vilhjálmsson skallaði boltann vel yfir mark Fjarðabyggðar.

Á 19. mínútu fékk kantmaður Fjarðabyggðar, Stefán Þór Eysteinsson, stungusendingu upp kantinn og var snöggur að gefa fyrir. Guðmundur Atli reyndi að tækla boltann í netið inn í markteig FH en rétt missti af honum.

Á 22.mínútu fékk Fjarðabyggð innkast mjög nálægt vítateig FH. Andri Þór Magnússon kastði vel inn í teiginn á Guðmund Atla sem sneri af sér varnamann FH og náði skoti en markvörðurinn varði.

Jónas Grani var atkvæðamestur hjá FH og fékk hann ágætis skotfæri á 24 mínútu. Þá komu FH hratt upp völlinn eftir að Fjarðabyggð missti boltann á þeirra vallarhelmingi og endar sú sókn með skoti Jónasar Grana fyrir utan teig en það fór framhjá.

Eftir þetta var mikið um baráttu á miðjunni þangað til á 37. mínútu en þá fékk Guðmundur Atli, framherji Fjarðabyggðar, sendingu inn í teig. Hann sneri af sér varnamann FH sem hékk í honum en hann náði skoti sem endaði í stöng FH manna og þeir náði að hreinsa. Mjög umdeilt var hvort dómari leiksins Garðar Örn Hinriksson hefði ekki getað dæmt víti.

FH kom mun sterkara til leiks í seinni hálfleik og pressaði vel á Fjarðabyggð. Á 50 mínútu kom góð fyrirgjöf fyrir mark Fjarðabyggðar og Jónas Grani teygði sig í boltann en hann skaut framhjá.

Stuttu seinna eða á 52.mínútu braut Guðmundur Bjarnason, miðvörður Fjarðabyggðar, á Jónasi Grana og FH fékk aukaspyrnu á hættulegum stað eða við vinstra vítateigshorn Fjarðabyggðar. Dennis Siim tók spyrnuna en boltinn fór vel yfir.

Fjarðabyggð hélt áfram góðri baráttu og stóð vel í leikmönnum FH en á 55.mínútu átti Hjörtur Logi Valgarðsson fyrirgjöf inn í teig Fjarðabyggðar og þar var Jóna Grani mættur og setti boltann framhjá Rajko í marki Fjarðabyggðar.

Á 63.mínútu kom Tryggvi Guðmundsson inn á og fyrsta verk hans var að taka hornspyrnu fyrir FH. Eftir klafs í teignum barst boltinn út og fyrirgjöf kom frá hægri og ratar hún beint til Tryggva sem lagði boltann á Matthías Guðmundsson sem setti boltann í netið. 2-0 fyrir FH.

Eftir þetta var mikil barátta á milli liðanna en lítið um færi. Á 73.mínútu fékk Fjarðabyggð aukaspyrnu við miðjubogann á vallarhelmingi FH. Sigurður Víðisson tók spyrnuna og kom boltanum inn í teig FH, þeir náðu að hreinsa en boltinn barst beint aftur til Sigurðar sem reyndi skot af 30 metra færi en boltinn fer rétt framhjá markinu.

Í lok leiks var Fjarðabyggð mikið í því að dæla háum boltum fram og freista þess að setja mark en allt kom fyrir ekki og eftir ágætis leik urðu lokatölur leik 0-2 FH í vil.

Ummæli eftir leik (Frá Austurglugganum):

Magni Fannberg þjálfari Fjarðayggðar:
,,Mér fannst við vera mjög góðir og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég lagði leikinn upp alveg eins og alla aðra leiki."

,,Við pressuðum á FH vörnina og það er það sem við gerum ef við erum að spila þetta kerfi, þá erum við að pressa. Við vorum að láta boltann ganga ágætlega, þetta gekk mjög vel, við spiluðum fótbolta eins og við gerum dags daglega og það þarf ekkert að vera að breyta þessu þó að þetta sé FH, þeir spila eins og við."

,,Að sjálfsögðu er þetta gott veganesi. Þetta er ekkert ósvipað leiknum á móti Þór þar serm mér fannst við stjórna leiknum, við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik og erum ágætir í seinni hálfleik en fáum á okkur mark. og það er það sem telur í þessu, að skora mörk og það er það sem við þurfum að fara að gera."


Heimir Guðjónsson þjálfari FH:
,,Við vorum daprir í fyrri hálfleik og þeir komu okkur svolítið á óvart, spiluðu meiri sóknarleik en við gerðum ráð fyrir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera töluvert betri og ég held að þetta hafi verið sanngjarnt á endanum."

,,Mér fannst við vera svolítið værukærir í fyrri hálfleik og kannski ekki nógu vel stemmdir. Þegar þú kemur og spilar í 32-liða úrslitum í bikar þá þarf hugarfarið að vera í lagi á móti liði eins og Fjarðabyggð sem er ágætis fótboltalið. Það var í lagi í seinni hálfleik og það dugði okkur."

,,Tryggvi skilar alltaf sínu og mér fannst góður tímapunktur að setja hann þarna inná. Hann var ekki búinn að vera lengi inná nema í smástund þegar hann var búinn að leggja upp fínt mark. Það er gott að hafa svona menn í liði hjá sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner