Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   fös 18. júlí 2008 02:39
Fótbolti.net
1.deild umfjallanir: ÍBV tapaði stigum í Breiðholti
Selfyssingar fagna með stuðningsmönnum sínum í kvöld.
Selfyssingar fagna með stuðningsmönnum sínum í kvöld.
Mynd: Guðmundur Karl
Leiknismenn fagna stigi gegn toppliði ÍBV í kvöld.
Leiknismenn fagna stigi gegn toppliði ÍBV í kvöld.
Mynd: Matthías Ægisson
Guðlaugur Andri Axelsson og  Þórarinn Ingi Valdimarsson eigast við.
Guðlaugur Andri Axelsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson eigast við.
Mynd: Matthías Ægisson
Þór Ólafsson með boltann.
Þór Ólafsson með boltann.
Mynd: Matthías Ægisson
Úr leik Víkings Ólafsvík og Hauka.
Úr leik Víkings Ólafsvík og Hauka.
Mynd: Alfons Finnsson
Mynd: Alfons Finnsson
Mynd: Alfons Finnsson
Mynd: Alfons Finnsson
Stuðningsmenn Stjörnunnar fagna í kvöld.
Stuðningsmenn Stjörnunnar fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri átti stórleik í liði Stjörnunnar.
Halldór Orri átti stórleik í liði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinn Gunnarsson tryggði KA sigur.
Steinn Gunnarsson tryggði KA sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðninsmenn Selfyssinga voru í miklu stuði.
Stuðninsmenn Selfyssinga voru í miklu stuði.
Mynd: Guðmundur Karl
Ingvar Þór Kale handsamar knöttinn.
Ingvar Þór Kale handsamar knöttinn.
Mynd: Guðmundur Karl
Daníel Hjaltason lék með Víkingi.
Daníel Hjaltason lék með Víkingi.
Mynd: Guðmundur Karl
Henning Eyþór Jónasson og Þórhallur Hinriksson.
Henning Eyþór Jónasson og Þórhallur Hinriksson.
Mynd: Guðmundur Karl
Stuðningsmenn Víkings þökkuðu Vali Úlfarssyni fyrir sitt framlag.
Stuðningsmenn Víkings þökkuðu Vali Úlfarssyni fyrir sitt framlag.
Mynd: Guðmundur Karl
Tólfta umferðin í fyrstu deild karla var á dagskrá í kvöld. Selfyssingar styrktu stöðu sína í öðru sætinu með 1-0 sigri á Víkingi R, Stjarnan lagði Njarðvík á heimavelli og Jón Pétur Pétursson tryggði Víkingi Ó, sigur á Haukum.

Markalaust var hjá KS/Leiftri og Þór og jafntefli varð einnig niðurstaðan í leik Fjarðabyggðar og KA sem og í leik Leiknis og ÍBV þar sem heimamenn jöfnuðu í viðbótartíma. Kíkjum á umfjöllun um leikina.

Umfjöllun um leik Selfyssinga og Víkings er kominn inn og er hún neðst á síðunni.


Jakob krækti í sanngjarnt stig fyrir Leikni

Leiknir R. 1 - 1 ÍBV
0-1 Bjarni Rúnar Einarsson ('35)
1-1 Jakob Spangsberg (93, víti)

Það var dramatík í Breiðholti í kvöld þegar að Leiknismenn gerðu 1-1 jafntefli við topplið ÍBV. Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Leiknismenn sóttu stíft í síðari hálfleik og náðu að jafna úr umdeildri vítaspyrnu.

Atli Heimisson fékk fyrsta tækifæri leiksins en hann átti skot í hliðarnetið eftir klaufagang í vörn Leiknismanna. Bjarni Rúnar Einarsson fékk síðan dauðafæri fyrir Eyjamenn en Valur Gunnarsson varði skalla hans af markteig.

Bjarna Rúnari tókst hins vegar að skora á 35.mínútu. Eftir laglega sókn Eyjamanna og samspil hjá Atla Heimissyni og Þórarinni Valdimarssyni fékk Bjarni Rúnar boltann inn fyrir og skoraði með skoti í fjærhornið.

Skömmu síðar gerðist umdeilt atvik. Aron Fuego Daníelsson leikmaður Leiknis var að sleppa í gegn þegar að Bjarni Hólm Aðalsteinsson virtist fara aftan í hann. Marínó Steinn Þorsteinsson dæmdi hins vegar ekkert við mikla gremju Leiknismanna.

Vigfús Arnar Jósepsson átti síðan bestu marktilraun Leiknismanna í fyrri hálfleik en hann átti langskot sem fór rétt framhjá.

Staðan í leikhléi var 1-0 fyrir Eyjamönnum en í síðari hálfleiknum voru það Leiknismenn sem réðu lögum og lofum.

Varamaðurinn Fannar Þór Arnarson fékk algjört dauðafæri en skalli hans fór beint á Albert Sævarsson í markinu.

Leiknismenn sóttu stíft og oft skall hurð nærri hælum Eyjamanna og í eitt skiptið varði Albert Sævarsson meistaralega.

Í viðbótartíma náðu Leiknismenn síðan að jafna. Steinarr Guðmundsson bakvörður þeirra kom inn á teiginn og féll við. Marinó Steinn dæmdi vítaspyrnu sem verður að teljast umdeildur dómur.

Jakob Spangsberg steig á vítapunktinn, skoraði af öryggi og tryggði Leiknismönnum þannig eitt stig en liðið er með tólf stig í tíunda sæti.

ÍBV er hins vegar sem fyrr á toppnum með 31 stig en þetta var fyrsta jafnteflið sem liðið gerir í sumar.

Ummæli eftir leik:

Garðar Gunnar Ásgeirsson þjálfari Leiknis R.:
,,Úr því sem komið var er maður gífurlega sáttur við stigið. Ég tel okkur hafa verið sterkari aðilann í þessum leik, við fengum betri færi en þeir, vorum meira með boltann og spiluðum betur okkar á milli. Það var ekki að sjá á þessum liðið að annað liðið væri búið að vera í botnbaráttu og í rugli að undanförnu en hitt liðið langbesta liðið í deildinni."

,,Mér finnst við eiga að vinna þetta en við fengum gefins víti og náðum að skora úr því. Ég er gífurlega ánægður með jafnteflið. Það er eitthvað smá sjálfstraust sem vantar til að klára færin og vonandi kemur þetta. Leikur liðsins er búinn að vera á mikilli uppleið að undanförnu og vonandi komum við til með að sækja fleiri stig í seinni umferðinni en í fyrri umferðinni,"
sagði Garðar Gunnar sem var í jakkafötum á hliðarlínunni í dag.

,,Ég veit ekki hvort ég verði í þeim áfram en ég lofaði strákunum því að ef við myndum vinna KS/Leiftur þá myndi ég mæta í jakkafötum í þennan leik. Ef við hefðum unnið þennan leik hefðu þeir mátt "rassa" mig frá markteig, ég þarf eiginlega sem betur fer ekki að standa við það."

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV:
,,Leiknismenn áttu skilið að skora í þessum leik. Hann dæmdi vel, vítið var skandall, bara algjört rugl en við áttum ekki skilið að vinna þennan leik."

,,Við vorum bara lélegir í dag og þeir áttu skilið að ná allavega stigi á móti okkur. Við verðum að gera miklu betur en þetta ef við ætlum okkur að gera einhverja hluti."

,,Við áttum góðan leik á móti Selfoss og menn héldu örugglega að þetta kæmi að sjálfu sér. Það var enginn að leggja sig 100% fram hér í dag og þannig vinnur þú ekki leiki."


Fótbolti.net, Breiðholti - Magnús Már Einarsson.


Jón Pétur tryggði Víkingi sigur í skemmtilegum leik
Víkingur Ó. 2 - 1 Haukar
1-0 Josip Marosevic ('25)
1-1 Marco Kirsch ('30)
2-1 Jón Pétur Pétursson ('89)

Víkingar úr Ólafsvík sigruðu Hauka 2-1 í skemmtilegum leik í Ólafsvíkinni í kvöld.

Aðstæður voru afar góðar fyrir fótbolta og bæði lið stóðu undir væntingum og buðu upp á bráðfjörugan leik. Víkingar byrjuðu mun betur og stjórnuðu ferðinni, án þess þó að skapa sér nein góð færi. Josip Marosevic var síógnandi í liði heimamanna og voru öflugir varnarmenn Hauka í miklum vandræðum með hann. Enda var það hann sem braut ísinn á 25.mínútu.

Þá fékk hann sendingu út á vinstri kant, sótti inn á miðjuna, lék á tvo Haukamenn og setti hann fast í hornið, hægra megin við markmanninn. Sanngjörn staða, 1-0.

Haukarnir jöfnuðu úr sinni fyrstu tilraun, Víkingar misstu boltann klaufalega eftir eigið innkast og boltinn var lagður út fyrir teig á Marco Kirch sem klíndi hann í stöngina, 1-1 á 30.mínútu. Við þetta tóku Haukarnir völdin á vellinum fram að hálfleik og fengu ágæt færi, best þegar Einar Hjörleifsson varði frá Denis Curic sem var kominn einn í gegn.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, Víkingar meira með boltann en Haukar með mikinn hraða framávið. Smátt og smátt náðu Haukarnir meiri völdum og Denis Curic slapp enn á ný einn í gegn á 70.mínútu en Einar varði vel. Josip Marosevic var áfram skeinuhættur og átti skot sem fór rétt framhjá.

Á 76.mínútu dæmdi góður dómari leiksins, Hans Scheving, vítaspyrnu á heimamenn þegar einn þeirra setti höndinn í boltann utarlega í teignum. Áhorfendur voru hins vegar sallarólegir, enda varði Einar spyrnu Davíðs Ellertssonar glæsilega alveg úti við stöng, sönn blaðamannavarsla hjá stráknum og fjórða vítið sem strákur ver í sumar. Ágætis árangur það! Upp úr horninu fengu Haukamenn dauðafæri en skutu yfir.

Þegar hér var komið höfðu Haukar náð undirtökum og pressuðu stíft. Einar varði tvisvar einn gegn einum og skot dundu á marki heimamanna. Þeir voru nú það lið sem beittu skyndisóknum og sköpuðu sér nokkur hálffæri upp úr því. Í einni sókn heimamanna fékk varnarmaður Haukanna boltann í höndina en dómarinn mat það að ekki væri um víti að ræða, til mikillar gremju fyrir heimamenn! Leikurinn hraður og bráðfjörugur.

Það var svo á 89.mínútu sem að sigurmarkið kom. Löng sending kom á vinstri kantinn þar sem Eyþór Guðjónsson vann sig vel framhjá hægri bakverði Hauka og sendi boltann inní þar sem Gísli Freyr truflaði varnarmenn Haukanna nóg til þess að Jón Pétur Pétursson fékk hann utarlega í teignum, lagði boltann vel fyrir sig og setti hann örugglega úti við stöng, óverjandi fyrir Amir Mehica í marki Hauka.

Haukar fengu svo dauðafæri í uppbótartíma upp úr horni en skutu hátt yfir.

Gríðarlegur fögnuður braust út á meðal heimamanna í leikslok, enda sætur sigur í höfn. Einar Hjörleifsson klárlega maður leiksins, en bæði lið voru að leika vel í skemmtilegasta leik sumarsins í Ólafsvík!
Fótbolti.net, Ólafsvík - Magnús Þór Jónsson.


Oliver Jaeger magnaður í markinu
KS/Leiftur 0 - 0 Þór
Rautt spjald: Þorvaldur Þorsteinsson (KS/Leiftur)

Það voru ágætis aðstæður til knattspyrnu iðkunnar í dag á Ólafsfjarðarvelli, pínu gola, kalt en völlurinn í toppstandi.

Það voru hins vegar gestirnir frá Akureyri sem byrjuðu leikinn betur, fengu tvö ágætis marktækifæri með skotum fyrir utan teig sem Þorvaldur Þorsteinsson varði vel.

Eftir ágætis byrjun á leiknum datt hann svo niður og gerðist nákvæmlega ekki neitt, allt þangað til á 35 mínútu þegar Alexander Linta fékk boltann úti á vinstri kannti, náði góðum bolta fyrir beint á kollinn á Hreini Hringsyni sem náði ágætis skalla að marki en Þorvaldur varði meistaralega. Þórsarar vildu meina að boltinn hafi farið innfyrir línuna en dómarinn ekki á sama máli.

Eftir þetta hrestist leikurinn til muna og bæði lið fóru að fara framar á völlinn, Þórður Birgisson átti fast skot rétt framhjá marki gestana, þá næst átti Forisz Sandor góða aukaspyrnu utan að kanti sem sigldi rétt framhjá stönginni en inn vildi boltinn ekki og staðan 0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði mjög rólega en það átti sko eftir að draga til tíðinda.
William G. Þorsteinsson nýkominn inná sem varamaður fékk algjört dauðafæri um miðjan seinni hálfleik þegar hann fékk boltann inní markteig en á einhvern óskiljanlegan hátt hitti hann ekki boltann.

Það var svo þegar 70. mínútur voru komnar á klukkuna þegar Þórsarar geystust í sókn, boltinn kom inn fyrir vörn heimamanna beint á Hrein Hringsson sem komst einn á móti Þorvaldi sem var þá kominn útúr teignum, Hreinn skaut að marki en Þorvaldur varði.

Dómarinn taldi svo að hann hafi varið með höndinni og gat því ekki annað en rekið Þorvald útaf og því heimamenn orðnir 10 og ekki nóg með það var enginn varamarkmaður á bekknum og því þurfti Oliver Jaeger að taka upp hanskana og óhætt að segja að hann hafi staðið fyrir sínu því drengurinn fór gjörsamlega hamförum í markinu.

Þórsara fengu aukaspyrnu eftir atvikið sem var á leið uppí samskeytin en Oliver varði hreint frábærlega.

Einar Sigþórsson fékk síðan ákjósanlegt færi þegar hann átti gott skot að marki sem virtist vera á leið í bláhornið en á einhvern furðulegan hátt komst Jaeger fyrir skotið.
Oliver var ekki hættur í markinu því stuttu seinna átti Mattías Örn Friðriksson fínt skot að marki sem “markmaðurinn knái” varði vel. Leikurinn fjaraði síðan út og lokatölur í firðinum 0-0.
Fótbolti.net, Ólafsfirði - Kristófer og Ingimar.


Stjarnan að nýju upp í þriðja sætið:
Stjarnan 4 - 2 Njarðvík
1-0 Halldór Orri Björnsson ('8)
2-0 Halldór Orri Björnsson ('13)
2-1 Vignir Benediktsson ('55)
3-1 Grétar Atli Grétarsson ('66)
3-2 Sjálfsmark ('78)
4-2 Ellert Hreinsson ('93)

Það var góð stemning í Garðabæ i í kvöld en nýstofnað stuðningsmannafélag Stjörnunnar, Spartverjar, lét vel í sér heyra.

Stjörnumenn komust yfir á áttundu mínútu. Ellert Hreinsson átti frábæran sprett upp völlinn og lagði boltann á Halldór Orra Björnsson sem skoraði með skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Njarðvíkur.

Halldór Orri var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar en eftir klafs í teignum sendi hann boltann í fjærhornið.

Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en Njarðvíkingar náðu að minnka muninn eftir um það bil tíu mínútna leik í síðari hálfleik.

Eftir aukaspyrnu frá hægri skallaði Vignir Benediktsson boltann laglega í slánna og inn.

Grétar Atli Grétarsson átti sláarskot fyrir Stjörnuna skömmu síðar og Kári Ársælsson átti einnig skalla í slána áður en Garðbæingar komust í 3-1.

Grétar Atli vann þá boltann fyrir utan vítateig og skoraði með laglegu skoti framhjá Ingvari.

Á 78.mínútu kom langur bolti inn fyrir vörn Stjörnunnar, Kári ætlaði að hreinsa en hitti boltann illa og hann fór í netið, sjálfsmark.

Eftir þetta sóttu Njarðvíkingar nokkuð stíft en í viðbótartíma náðu Stjörnumenn að gulltryggja 4-2 sigur sinn.

Halldór Orri, sem átti frábæran leik í kvöld, átti góðan sprett upp völlinn og sendi boltann á Ellert sem skoraði fjórðar markið við mikinn fögnuð Stjörnumanna.
Fótbolti.net, Garðabæ - Sigurður Sveinn Þórðarson.


Steinn tryggði KA stig í bláokin
Fjarðabyggð 2 - 2 KA
0-1 Arnar Már Guðjónsson
1-1 Vilberg Marinó Jónasson
2-1 Guðmundur Atli Steinþórsson
2-2 Steinn Gunnarsson

Veður var gott en þó nokkuð kalt þegar Fjarðabyggð tók á móti KA mönnum á Eskifjarðarvelli í kvöld. Mikil barátta var í fyrri hálfleik og þó nokkuð um brot á báða bóga. Ekki var fyrri hálfleikurinn mikið fyrir augað en þó áttu bæði lið einhver færi á að skora.

Á 8. mínútu komst Dean Martin í gegnum vorn Fjarðabyggðar eftir feilsendingu frá Inga Þór, en Ingi Þór náði Martin aftur og braut á honum. KA fékk aukaspyrnu og Ingi Þór gult spjald. Dean Martin sendi stutta sendingu á Norbert Farkas sem skaut boltanum beint í varnarvegg Fjarðabyggðar.

Á 13. mínútu átti kantmaður Fjarðabyggðar, Sveinbjörn Jónasson, góðan sprett upp kantinn og þaðan inn á miðjuna og náði góðu langskoti sem fer rétt yfir mark KA manna.

Á 15. mínútu Sveinbjörn komst aftur upp kantinn og náði fínni fyrirgjöf og sem Vilberg Marinó skallaði í átt að marki en Sandor varði í marki KA manna.

Á 25. mínútu fékk Fjarðabyggð horn sem Sigurður Víðisson tók. Eftir smá klafs í teignum barst boltinn aftur út til Sigurðar og hann færði sig nær marki og átti gott skot sem Sandor varði út úr teignum.

Á 27. mínútu áttu KA menn skydisókn eftir að hafa unnið boltann á miðjunni. Guðmundur Óli fékk stungusendingu inn fyrir vörn Fjarðabyggðar og kom boltanum þvert fyrir markið til Almars Ormarssonar sem var staddur inn í markteig Fjarðabyggðar. Rajko kom á móti Almari og lokaði algjörlega á hann og vann boltann.

Á 41. mínútu náði KA annarri skyndisókn. Almar Ormarsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en Rajko var fyrri til og náði boltanum. Almar, sem kom á þó nokkurri ferð að Rajko, sparkaði í hann og fékk hann gult spjald fyrir.
Hálfleikstölur 0-0.

Ekki var mikið liðið af seinni hálfleik þegar KA menn komust yfir í leiknum og til marks um það var undirritaður enn að labba að sínu sæti í stúkunni þegar markið kom og því sá undirritaður ekki almennilega hverjir það voru sem tóku þátt í sókninni en svo mikið er víst að það kom fyrirgjöf frá hægri kanti á Arnar Már Guðjónsson og hann setti boltann framhjá Rajko í markinu. 0-1 fyrir KA.

Á 49. mínútu fékk Fjarðabyggð aukaspyrnu sem þeir útfærðu vel og með tveimur stuttum sendingum komst Sveinbjörn Jónasson inn í teig KA manna og þar var hann tæklaður niður og fékk hann víti.

Hinn gamalreyndi sóknarmaður Fjarðabyggðar, Vilberg Marinó Jónasson, tók spyrnuna og skoraði hann örugglega úr henni. Staðan orðin 1-1.

Á 62. mínútu Komst Dean Martin upp hægri kantinn og náði góðri fyrirgjöf. Sú fyrirgjöf endaði bent á kollinum á Gyula Horvarth, sóknarmanni KA, en skallinn fór framhjá marki Fjarðabyggðar.

Fjarðabyggð gerði tvöfalda breytingu á liðinu á 60. mínútu og og við það hresstist liðið aðeins. Það tók annan þeirra sem kom inn á ekki nema sex mínútur að skora en þá átti David Hannah langa sendingu fram völlinn á Guðmund Atla Steinþórsson sem tók vel við boltanum og komst einn á móti Sandor í marki KA og lagði Guðmundur boltann auðveldlega framhjá honum og í markið. 2-1 fyrir Fjarðabyggð.

Á 68. mínútu fékk KA hornspyrnu. Dean Martin tók spyrnuna sem Rajko greip en þá kom Norbert Farkas og hrinti Rajko. Rajko lá eftir og dómarinn fór og ráðfærði sig við línuvörð og þeir komust að þeirri niðurstöðu að gefa Farkas gult spjald fyrir athæfið. Rajko tók svo aukaspyrnuna sem fór beint á Vilber Marinó. Varnarmaður KA, Srdjan Tufegdzic, kom á ferðinni og setti takkana í Vilberg og dómarinn dæmdi aukaspyrnu og gaf Tufegdzic gult spjald. Tveir KA menn komnir með gult spjald á nokkrum sekúndum.

Á 75. míntutu lá Ingi Þór, hægri bakvörður Fjarðabyggðar, meiddur við eigin vítateig. Dómarinn lét leikinn halda áfram og KA náði skyndisókn sem endaði hjá Gyula Horvarth. Horvarth stóð einn á móti Rajko en skaut á ótrúlegan hátt vel framjá markinu.

Eftir þetta bakkaið Fjarðabyggð heldur mikið og hlypti KA mönnum ansi nálægt sínum vítateig. KA menn nýttu sér það óspart og pressuðu á Fjarðabyggð. Svona gekk leikurinn alveg þangað til á 91 mínútu en þá átti Elmar Dan, miðvörður KA, langa sendingu fram á Dean Martin sem kom boltanum fyrir. Þar tók Steinn Gunnarsson við honum setti hann framhjá Rajko í markinu og enn eitt 2-2 jafnteflið hjá Fjarðabyggðarmönnum staðreynd.
Fótbolti.net, Eskifirði - Höskuldur Björgúlfsson.


Sterkur sigur Selfyssinga
Selfoss 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Boban Jovic

Leikur Selfoss og Víkinga byrjaði fjörlega í kvöld og áttu bæði lið ágætis færi í upphafi leiks. Sól, hiti og logn var á Selfossvelli í kvöld og allar aðstæður til að spila fótbolta eins og þær best geta orðið á íslandi. Selfyssingar áttu betri færi fyrstu 20 mínúturnar og voru nær því að skora þá. Víkingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og sköpuðu sér nokkur ágætis hálffæri.

Annars einkenndist fyrrihálfleikur af mikilli stöðu baráttu og var leikurinn fjörlegur, án þess þó að liðin hafi skapað sér afgerandi færi.

Selfyssingar komu sterkari til leiks í seinni hálfleik. Á 49. mínútu dró Ingólfur Þórarinsson vörn Víkinga til hægri og gaf sendingu inn á miðjuhringinn og þar var Boban Jovic kominn og tók boltann, lék framhjá vörn Víkinga þar til hann var kominn einn í gegn. Ingvar Kale kom á móti Boban, en Boban vippaði boltanum yfir Ingvar og í markið. Virkilega vel að þessu marki hjá Boban.

Fjórum mínútum seinna var Sævar Þór Gíslason að sleppa í gegn, en Ingvar varði. Á 60. mínútu slapp Egill Atla einn í gegn en skot hans fór framhjá. Þremur mínútum seinna átti Egill sendingu inn á Gunnar, en Sigurður Eyberg Eyberg kom Selfyssingum til bjargar. Á 65. mínútu komst Viðar einn í gegn, en Ingvar í marki Víkinga varði. Boltinn barst til Hennings, sem skaut af 40 metra færi, en boltinn fór rétt framhjá.

Á 74. mínútu átti´fyrirliði Víkinga, Valur skot rétt framhjá eftir aukaspyrnu. Þegar um 15 mínútur voru eftir átti Egill Atla gott skot eftir góðan sprett hjá Gunnari. Á 81. mínútu fékk Einar Ottó gott færi frá markteig, en markmaður Víkings varði vel.

Í uppbótar tíma átti Gunnar skot framhjá og hinu megin var Sævar að sleppa í gegn, en
skot hans fór framhjá. Hörkuspennandi leik á milli Selfoss og Víkinga lauk því með 1-0 sigri Selfoss. Víkingar hefðu með smá heppni getað náð jafntefli, en heilt yfir kannski ekki svo ósanngjarn sigur Selfyssinga staðreynd.


Ummæli eftir leik:

Valur Adolf Úlfarsson - Víkingur R.:
,,Við fórum í gang þegar Selfyssingar komust yfir, það er reyndar þekkt stærð í fótbolta. Leikurinn var stál í stál framan af, en þegar á leið unnum við okkur inn í hann. Það kemur mér reyndar ekki á óvart hvar Selfyssingar eru í deildinni, ég spáði því í morgunblaðinu að þeir kæmu lið mest á óvart. Selfyssingar eru með hörku lið og frábæra stemmningu í kringum hópinn” sagði Valur Úlfarsson fyrirliði Víkinga, sem var að spila sinn síðasta leik fyrir Fossvogsliðið í bili.

Sævar Þór Gíslason var fyrirliði Selfyssinga í fyrsta sinn í sumar í fjærveru Jóns Sveinssonar, sem var í áframhaldandi tannlæknanámi. ,,Það var virkilega gaman að sjá liðið rífa sig upp eftir sjóriðuna í Vestmannaeyjum. Leikurinn í kvöld snerist um stöðu baráttu og návígi um allan völl. En loksins unnum við 1-0 sigur, þessir sigrar eru sætastir. Gunni Borgþórs meiddist og Jón var að bora, en þeir sem tóku stöðu þeirra voru mjög góðir og eins þeir sem komu inn af bekk. T.d var Ásgeir eins og innfæddur, þegar hann kom inn. Þvílík læti í áhorfendum að fá hann aftur. Kristján Óli, sem spilaði sinn fyrsta leik í nýjum búning, er að passa mjög vel í hópinn”

“Þetta var fyrst og fremst sigur liðs heildarinnar, þessir sigrar eru alltaf hættulegir, tæpir en mjög sætir. Þetta var tvöfaldur sigur í kvöld, þar sem, þrjú stig á vellinum og svo sigur hjá Skjálfta í stúkunni. Eins voru stelpurnar í 2. flokk mjög virkar."

,,Ég vil tileinka Ómari Valdimarssyni sigurinn en hann er 42 ára í dag. ”
sagði fyrirliði Selfoss í kvöld, Sævar Þór.

Einar Ottó Antonsson leikmaður Selfyssinga:

“Þetta var mikill baráttu sigur hjá okkur í kvöld. Athyglisvert er að sjá Kristján Óla smell passa í hópinn. Eins var ljúft að sjá Geira koma inn, hann hefur engu gleymt og menn liggja stjarfir eftir hann um allan völl. Markið hjá Boban var alvöru. Boltinn var á leið yfir allan tíman og ég er að reyna átta mig á því hvernig hann fór inn. Stórkostlegt mark hjá Boban," sagði Einar Ottó Antonsson maður leiksins í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner