Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. ágúst 2008 16:05
Hafliði Breiðfjörð
Samfélagsskjöldurinn: Man Utd vann í vítaspyrnukeppni
Markalaust í venjulegum leiktíma
Carlos Tevez grípur um háls Hermanns Hreiðarssonar.
Carlos Tevez grípur um háls Hermanns Hreiðarssonar.
Mynd: Getty Images
Hermann í baráttu við Rio Ferdinand.
Hermann í baráttu við Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Manchester United 0-0 Portsmouth:

Vítaspyrnukeppnin
Manchester United 3-1 Portsmouth
- 0-0 Lassana Diarra skaut yfir
+ 1-0 Carlos Tevez skorar
+ 1-1 Jermain Defoe skorar
+ 2-1 Ryan Giggs skorar
- 2-1 Edwin van der Sar ver frá Arnold Mvuemba
+ 3-1 Michael Carrick skorar
- 3-1 Glen Johnson skaut hátt yfir
Leiktíðin á Englandi hófst í dag með árlegum leik um Samfélagsskjöldinn þar sem mættust Englands- og bikarmeistarar síðasta árs, Manchester United og Portsmouth. Leikið var á Wembley í Lundúnum og ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Manchester United sigur úr býtum, skoraði úr öllum sínum þremur spyrnum, Portmouth fékk fjórar en misnotaði þrjár og því þurfti ekki að klára allar fimm spyrnurnar því úrslitin voru ráðin.

Man Utd liðið sótti mun meira í leiknum og var betra liðið en hvorugu liðinu tókst að skapa sér nein alvöru færi.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum hefði Manchester United átt að fá vítaspyrnu þegar Hermann Hreiðarsson braut af sér. Carlos Tevez var þá að að komast framhjá Hermanni sem lá í grasinu og greip um fót Teze sem lá eftir.

Peter Walton dómari leiksins lét leikinn halda áfram en hefði með réttu átt að dæma vítaspyrnu. Í pirringi eftir þetta greip Tevez um háls Hermanns og hefði auðveldlega getað fengið brottvísun fyrir en fékk ekki.

Skömmu eftir þetta atvik fór Hermann af velli og Lauren leysti stöðu hans í bakveðrinum en Hermann hafði verið í byrjunarliði Porstmouth. Peter Crouch var í framlínu Portmsouth með Jermain Defoe í dag.

Gary Neville var í byrjunarliði Manchester United í fyrsta sinn síðan í mars 2007 er hann meiddist á ökkla og hann bar fyrirliðabandið í dag. Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney misstu af leiknum vegna meiðsla.

Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, O'Shea, Scholes, Giggs, Nani, Tevez.
Varamenn: Kuszczak, Brown, Carrick, Evans, Campbell, Possebon, Da Silva.

Portsmouth: James, Johnson, Campbell, Distin, Hermann Hreiðarsson, Diop, Pedro Mendes, Diarra, Kranjcar, Crouch, Defoe.
Varamenn: Ashdown, Utaka, Mvuemba, Sahar, Lauren, Cranie, Traore.
Athugasemdir
banner
banner