Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   fim 21. ágúst 2008 16:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Armand Traore til Portsmouth á láni (Staðfest)
Portsmouth hefur fengið Armand Traore vinstri bakvörð Arsenal á láni út tímabilið.

Traore, sem er 18 ára Frakki, mun því veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðu í liði Portsmouth.

Arsenal krækti í Mikel Silvestre frá Manchester United í gær og því hefur Arsene Wenger ákveðið að leyfa Traore að fara á láni.

Traore, sem getur einnig leikið á miðjunni, gerði á dögunum langtímasamning við Arsenal en hann lék nokkra leiki með aðalliði félagsins í fyrra.
Athugasemdir
banner