Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   fim 21. ágúst 2008 23:11
Fótbolti.net
1.deild umfjallanir: Selfoss vann - ÍBV og Stjarnan töpuðu stigum
Andri Júlíusson leikmaður KA með tilþrif í leiknum á Akureyri í kvöld.
Andri Júlíusson leikmaður KA með tilþrif í leiknum á Akureyri í kvöld.
Mynd: Pedromyndir
Úr leiknum á Akureyri.
Úr leiknum á Akureyri.
Mynd: Pedromyndir
Matt Garner varnarmaður ÍBV með boltann.
Matt Garner varnarmaður ÍBV með boltann.
Mynd: Pedromyndir
Sævar Þór skoraði sitt þrettánda mark í sumar.
Sævar Þór skoraði sitt þrettánda mark í sumar.
Mynd: Guðmundur Karl
Viðar Örn Kjartansson skoraði þriðja mark Selfyssinga.
Viðar Örn Kjartansson skoraði þriðja mark Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Úr leiknum á Ólafsvík.
Úr leiknum á Ólafsvík.
Mynd: Alfons Finnsson
Mynd: Alfons Finnsson
Úr leiknum í Víkinni í kvöld.
Úr leiknum í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Einarsson í baráttu við Gunnar Kristjánsson. Kári skoraði gegn sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld.
Kári Einarsson í baráttu við Gunnar Kristjánsson. Kári skoraði gegn sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í átjándu umferðinni í fyrstu deild karla í kvöld. KA sigraði ÍBV óvænt fyrir Norðan, Selfoss sigraði Njarðvík og er því fimm stigum á undan Stjörnunni sem gerði markalaust við Víking Ólafsvík. Þá gerðu Víkingur og Leiknir úr Reykjavík 1-1 jafntefli. Kíkjum á umfjallanir um leikina.

Smellið hér til að sjá stöðuna í 1.deildinni


KA stal sigri undir lokin

KA 2 - 1 ÍBV
1-0 Elmar Dan Sigþórsson (´43)
1-1 Ingi Rafn Ingibergsson (´76)
2-1 Steinn Gunnarsson (´88)

Ekki var mikið um áhorfendur þegar Einar Örn Daníelsson flautaði til leiks nú í kvöld þó fleiri hafi komið er á leikinn leið. Aðstæður voru mjög góðar, lítill sem enginn vindur og ágætis hiti miðað við árstíma.

Bæði liðin áttu nokkur hálf færi í byrjun leiks en ekkert sem markverðir liðanna hefðu þurft að hafa áhyggjur af. Fyrsta almennilega marktækifærið áttu heimamenn en þá átti Hjalti Már Hauksson langa sendingu á Dean Martin sem var einn á auðum sjó og átti skalla sem Albert Sævarsson varði nokkuð auðveldlega.

Fyrsta hættulega færi gestanna kom á 36. mínútu þegar Bjarni Rúnar Einarsson átti fyrirgjöf á Atla Heimisson sem fékk boltann í lappirnar og lék skemmtilega á einn varnamann KA og átti síðan skot sem Sando Matus þurfti að hafa sig allan við til að verja í horn.

Á 43. mínútu leiksins dró heldur betur til tíðinda. Þá fengu KA menn hornspyrnu og hana tók Dean Martin. Hann átti góða hornspyrnu á Elmar Dan Sigþórsson sem kom aðvaðandi og skaut boltanum laglega í netið framhjá Alberti Sævarssyni í marki Eyjamanna. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikir út og staðan því 1-0 í leikhléi KA mönnum í vil.

Heimir Hallgrímsson las greinilega pistilinn yfir sínum mönnum í hálfleik því Eyjamenn mættu grimmir til leiks og voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og sóttu stíft að marki heimamanna.

Á 69. fengu ÍBV aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Hana tók Atli Heimisson og skrúfaði hann boltann yfir vegginn og upp í bláhornið en Sandor Matus náði á einhvern óskiljanlegan hátt að verja í horn.

Fjórum mínútum síðar fengu KA menn hinsvegar dauðafæri en þá slapp Andri Júlíusson einn í gegn en skot hans fór yfir.

Skömmu síðar jöfnuði Eyjamenn metinn. Augustine Nsumba fór þá illa með einn með leikmann KA út við hliðarlínu og gaf boltann á Andra Ólafsson sem framlengdi boltanum inn í teig á Ingva Rafn Ingibergsson sem hafði ný komið inn á sem varamaður og lagði hann boltann snyrtilega framhjá Sandor Matus í markinu.

Eftir markið voru Eyjamenn líklegri til að skora og sóttu meira að marki KA. Það var síðan þvert gegn gangi leiksins þegar Andri Júlíusson átti góða fyrirgjöf á Stein Gunnarsson sem stakk sér framfyrir varnarmann ÍBV og skaut góðu skoti framhjá Alberti Sævarssyni í marki ÍBV. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu til jafna en allt kom fyrir ekki og KA menn fögnuðu sigrinum vel og innilega.
Fótbolti.net, Akureyri - Aðalsteinn Halldórsson


Selfyssingar færast nær Landsbankadeildinni:

Selfoss 4 -1 Njarðvík:
1-0 Sævar Þór Gíslason (27)
2-0 Ingólfur Þórarinsson (45)
2-1 Kristin Örn Agnarsson (50)
3-1 Viðar Örn Kjartanson (55)
4-1 Arilíus Marteinsson (90)

Selfyssingar tóku á móti Njarðvík í rigningu á Selfossvelli í dag. Fyrir leikinn voru Selfyssingar í 2. sæti með 37 stig, en Njarðvíkingar í 11 sæti með 14 stig. Í upphafi leiks var ekki að sjá að svo mikill munur væri á liðunum, því Njarðvíkingar byrjuðu mjög sprækir og áttu nokkur hálffæri. En Selfyssingar eru duglegir að refsa og eitt augnablik gleymdu Njarðvíkingar sér og Sævar Þór smelti boltanum inn eftir góðan undirbúning hjá Ingólfi Þórarinsson og Viðari Erni Kjartanssyni.

Tveimur mínútum seinna prjónaði Viðar Örn sig í gegnum vörn Njarðvíkur og setti boltann fyrir á Sævar sem var einn á móti markmanni, en Sævar rann í blautu grasinu og ekkert varð úr skoti. Eftir þetta var leikurinn nokkuð jafn fram að hálfleik, en á 45. mínútu tók Ingólfur Þórarinsson tvo Njarðvíkinga á og hamraði boltanum í markhornið fjær og staðan því orðin 2-0 fyrir Selfoss í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik.

Njarðvíkingar komu mjög grimmir til seinni hálfleiks og voru ekki nema fjórar mínútur að minka muninn og þar var að verki Kristinn Örn Agnarsson með skoti langt fyrir utan teig og einhver misskilningur var í vörn Selfyssinga og inn fór boltinn. Staðan orðin 2-1. Mínútu seinna fékk Rafn Vilbergsson sannkallað dauðafæri en Andri Freyr Björnsson varnarmaður Selfyssinga bjargaði á línu.

Fimm mínútum seinna skoraði Viðar Örn fallegt mark eftir undirbúning frá Ingólfi Þórarins og Sævari Þór. Staðan 3-1 og eftir þetta tóku Selfyssingar leikinn í sínar hendur og tveimur mínútum seinna átti Ingólfur sendingu inn á markteig og þar var Viðar mættur, en setti boltann framhjá.

Á 60. mínútu átti Marko Moravic góðan skalla yfir eftir sendingu frá Rafni. Á 71. mínútu áttu Selfyssingar stórsókn og var varið og bjargað á línu frá Ingólfi, Viðari og Kristjáni Óla. Á 79. mínútu átti svo Kristján Óli gott skot rétt framhjá. Fimm mínútum seinna var Henning Eyþór Jónasson mjög aðgangsharður við mark Njarðvíkinga eftir hornspyrnu og Selfyssingar fengu aðra hornspyrnu og úr henni skaut fyrirliði Selfyssinga Einar Ottó yfir frá markteig.

Þegar leiktíminn var að renna út tók Kristján Óli sig til, lék á þrjá Njarðvíkinga og lagða boltann óeigingjarnt fyrir fætur Arilíusar sem þurfti ekki annað að gera en að rúlla boltanum í autt markið og staðan því 4-1. Þannig endaði þessi skemmtilegi leikur. Bæði lið voru að spila fótbolta og margar mjög góðar sóknir sáust í leiknum. Þó svo að leikurinn hafi endað 4-1 fyrir Selfoss þá eiga Njarðvíkingar heiður skilið fyrir góðan leik og greinilegt að Marko Tanasic er á réttri leið með liðið.

Þetta er fyrsti sigur Selfyssinga á Njarðvíkingum síðan árið 1986, en liðin hafa alls leikið þrettán leiki og Selfyssingar að brjóta enn einn múrinn á þessu tímabili. Sigurinn var auðvitað nokkuð sanngjarn, eins og tölunnar segja til um. En víst er að með sömu spilamennsku eiga Njarðvíkingar eftir að taka fullt af stigum: Smá einbeitingaleysi í lok sitt hvors hálfleiks varð til þess að þeir fengu á sig mörk.

Ummæli eftir leik:

Marko Tanasic þjálfari Njarðvíkur:
“Við töpuðum fyrir betra fótboltaliði. Samt áttum við góðan leik, við erum á réttri leið. Við vorum betri í byrjun beggja hálfleikja. Við fáum ódýrt mark á okkur eftir hálftíma, Sævar Þór refsar þeim sem gleyma sér."

Næsti leikur er sannkallaður sex stiga leikur gegn þínu gamla KS/Leiftri, hvernig leggst sá leikur í þig? ,,Það verður erfitt fyrir mig, því ég ber sterkar taugar til þeirra eftir öll árin með þeim og lít á þá sem mitt lið. En auðvitað förum við vel stemmdir til leiks, tökum það góða úr þessum leik og við sjáum til hvernig fer."

Zoran Miljkovic þjálfari Selfyssinga var að vonum ánægður með sigur sinna manna. ,,Ég er mjög ánægður með okkar lið, við stöndum upp eftir erfiðan leik í Garðabæ. Þessi sigur var mjög mikilvægur til að komast í gang. Við vorum að sjálfsögðu ánægðir með önnur úrslit. Okkar markmið er að fara í næsta leik og vinna, við höldum áfram að spila góðan fótbolta og það hefur hingað til skilað okkur góðum úrslitum. Nú fengum við sigurtillfinninguna aftur og það er mjög mikilvægt."


Markalaust í rigningu og roki á Ólafsvík
Víkingur Ó. 0 -0 Stjarnan.
Rautt spjald: Jón Pétur Pétursson (Víkingur Ólafsvík) ('53)

Dómari leiksins flautaði til leiks í miklu sunnanroki og rigningu á Ólafsvíkurvelli. Stjarnan spilaði undan vindinum í fyrri hálfleik.

Fyrri hálfleikur einkenndist af hættulegum horn- og aukaspyrnum Stjörnumanna sem Stjörnumenn náðu ekki að gera sér mat úr.

Besta færi hálfleiksins fékk þó Víkingur þegar að Eyþór Guðnason var kominn í ákjósanlegt færi en hitti boltann illa sem barst til Josip Marosevic á markteig Stjörnumanna en slakt skot hans fór framhjá marki Stjörnunnar.

Í seinni hálfleik bruna Víkingar í skyndisókn á 55. mínútu en Björn Pálsson leikmaður Stjörnunar heldur í Jón Pétur Pétursson og Jón Pétur reynir að losa sig og við það fer hann með hendina framan í Björn sem fellur með tilþrifum og Jóhann Gunnar Guðmundsson línuvörður er ekki í vafa og kallar Ólaf dómara til sín og segir honum að reka Jón Pétur útaf. Ólafur hafði gleymt rauða spjaldinu og getur því ekki lyft því en segir Jón Pétri að fara í sturtu. Víkingar því einum manni færri.

Á 56. mínútu braust Þorvaldur Árnason upp vinstri kantinn og skaut að marki en boltinn hafnaði í stöng Víkingsmarksins. Stjörnumenn fengu svo tvö góð færi um miðjan seinni hálfleik en skutu framhjá og yfir.

Á 86. mínútu fengu Víkingar besta færi leiksins er Brynjar Víðisson komst einn í gegn á móti Bjarna Þórði Halldórssyni en Bjarni lokaði vel á Brynjar sem náði þó að vippa yfir Bjarna en einnig framhjá markinu.

Ólafur Kjartansson flautaði til leiksloka á 96. mínútu og átti hann afspyrnuslakan leik. Niðurstaðan því markalaust jafntefli.


Víkingur og Leiknir skildu jöfn

Víkingur R. 1-1 Leiknir R.
0-1 Kári Einarsson ('8)
1-1 Skúli Jónsson ('53)

Reykjavíkurliðin Víkingur og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli er þau áttust við í blautri Víkinni í kvöld.

Kári Einarsson, sem gekk í raðir Leiknis frá einmitt Víking skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu og Skúli Jónsson sem er á láni frá KR hjá Víking jafnaði metin á áttund mínútu seinni hálfleiks.

Víkingarnir voru í sjöunda sæti fyrstu deildarinnar fyrir leikinn, en Leiknismenn í því tíunda.

Ef að Leiknir hefði unnið leikinn þá væru Víkingar komnir í fallbaráttu og sætu líklega í níunda sæti deildarinnar, jafnir Leikni að stigum en með betri markahlutfall.

Það leit allt út fyrir fallbaráttuna hjá heimamönnum ef að marka má frammistöðu þeirra, Leiknismenn voru miklu ákveðnari en Víkingar og þeir sóttu mun meira og uppskáru mark eftir tæplega átta mínútur.

Milos Glogovac, varnarmaður Víkings missti af knettinum og Kári Einarsson fékk hann og lék á Kristinn Vilhjálmsson, áður en að hann skaut honum í markið, 0-1 fyrir Leikni.

Leiknir hélt áfram að sækja og uppskáru tvö ágætis skot á markið. Það fyrra átti Jakob Spansberg Jensen, en Ingvar Kale varði í marki Víkinga. Einar Örn Einarsson átti það seinna, Ingvar sá einnig við honum.

Víkingur vildi fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar að varnarmaður Leiknis sparkaði í hausinn á Pétri Erni Svanssyni. Það hefði líklega verið rétt að benda á punktinn í þessu tilviki.

Lærisveinar Garðars Gunnars Ásgeirssonar leiddu sanngjarnt 1-0 þegar að liðin gengu til búningsherbergja.

Víkingur var jafn lengi að skora mark í seinni hálfleik og Leiknir í þeim fyrri. Gunnar Kristjánsson tók hornspyrnu út í vítateiginn á Jimmi Hoyer, sem að skallaði boltann á markteig og þar stökk Skúli Jónsson manna hæstur og skallaði knöttinn í netið og jafnaði leikinn.

Leikurinn fór í vissa lægð eftir þetta og ekki mikið var að gerast. Víkingar skoruðu hinsvegar mark sem var dæmt af vegna rangstöðu þegar að um tuttugu mínútur voru eftir. Þar var að verki Kristinn Vilhjálmsson.

Leiknir sótti mikið eftir þetta, en sköpuðu sér þó engin hættuleg færi. Þeir fengu mikið af aukaspyrnum úti á velli, en nýttu sér það ekki nógu vel. 1-1 lokatölur í víkinni og eftir leikinn eru Víkingar í sjötta sæti deildarinnar, en Leiknir ennþá í því tíunda.
Fótbolti.net - Fossvogur - Davíð Örn Atlason
Athugasemdir
banner