Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. september 2008 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Man City bauð óútfyllta ávísun í Nistelrooy
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Spænskir miðlar greina frá því að Manchester City hafi reynt allt til að kaupa Ruud van Nistelrooy á lokadegi félagaskipta og hafi meira að segja boðið óútfyllta ávísun í hann.

Man City keypti Robinho frá Real Madrid á 32,5 milljónir punda á mánudaginn, sama dag og félagaskiptaglugginn lokaði, og sama dag og Abu Dhabi United Group keypti Manchester City.

Spænska dagblðið Marca segir að áður en að þeim kaupum kom hafi Man City reynt að freista Real með enn hærra tilboði í hollenska framherjann Ruud van Nistelrooy.

City mun hafa fengið þau svör að Nistelrooy væri ekki til sölu og þá komu þeir aftur til bika með hátt tilboð sem var hafnað.

Lokatilraun City í málinu var að bjóða Madrid óútfyllta ávísun og þeim var sagt að nefna verðið í Van Nistelrooy. Enn og aftur hafnaði Madrid.

Þetta er nýjasta fréttin af mörgum af nýjum eigendum Manchester City sem ætla sér að gera stóra hluti með félagið enda með sand af seðlum í höndunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner