Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. september 2008 00:32
Jón Páll Pálmason
Umfjöllun og myndir: FH Íslandsmeistari í 3. flokki karla
Brynjar Ásgeir Guðmundsson fyrirliði FH hampar bikarnum í leikslok
Brynjar Ásgeir Guðmundsson fyrirliði FH hampar bikarnum í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH í 3. flokki karla 2008.
Íslandsmeistarar FH í 3. flokki karla 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Gauti skoraði bæði mörk FH í fyrri hálfleik framlengingar. Hér fagnar hann því fyrra.
Kristján Gauti skoraði bæði mörk FH í fyrri hálfleik framlengingar. Hér fagnar hann því fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ásgeir Guðmundsson fyrirliði FH var kátur í leikslok.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson fyrirliði FH var kátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gangur leiksins
FH 2-0 Tindastóll/Hvöt:
1-0 Kristján Gauti Emilsson (’82, í framlengingu)
2-0 Kristján Gauti Emilsson (’88, í framlengingu)
Í kvöld léku var úrslitaleikur 3.flokks karla háður á knattspyrnuvellinum í Borgarnesi. Sameiginlegt lið Tindasóls og Hvatar lék þar gegn FH úr Hafnarfirði í gríðarlega athyglisverðum leik.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru mjög erfiðar en mikill vindur stóð beint á annað markið og reglulega rigndi svo mikið að varla sást á völluinn úr vallarstæðinu. Fjöldi áhorfenda var á vellinum og töluverð stemmning var meðal þeirra sem mættu.

Leikmenn liðanna létu þessar aðstæður ekki mikið á sig fá. Liðin gátu eðli málsins samkvæmt ekki spilað áferðafallegustu knattspyrnu heimsins en vinnusemi, barátta og vilji leikmanna liðanna til að standa sig var til þeim til mikils sóma. Þó var oft spaugilegt að fylgjast með leikmönnum reyna að fóta sig á hálum vellinum og vel nærðar beljur á svelli líkingin kom stundum upp í huga áhorfenda.

Árangur strákanna að norðan í sumar er gríðarlega athyglisverður. 18 strákar æfa með flokknum og í dag var einn í banni. Þeir rétt höfðu því í hóp til að spila við FH-strákana. Þeir sigruðu C riðilinn sem þeir léku í eftir harða baráttu við Fjölnismenn og sigruðu svo Þórsara frá Akureyri í undanúrslitum Íslandsmótsins, en Þórsara liðið sigraði A deildina í sumar. Auk þess eru strákarnir komnir í bikarúrslit þar sem þeir leika gegn KA mönnum næsta fimmtudag.

Einn leikmaður í byrjunarliði liðsins í dag er byrjunarmaður í meistaraflokksliði Tindastóls og þrír aðrir eru í hóp hjá annarsvegar Tindastól og hinsvegar Hvöt. Efniviðurinn er því til staðar fyrir norðan og athyglisvert verður að fylgjast með framvindu mála hjá strákunum.

Aðeins önnur saga býr að baki FH-liðinu. Þessi árgangur (1992 og 1993) sigraði Íslandsmótið í bæði 4 flokki og 5 flokki og flokkurinn hélt úti 2-3 liðum í 11 manna bolta þetta tímabilið. Sigur á Íslandsmóti í 3.flokki karla var fyrir leikinn í kvöld eini titillinn sem FH hefur ekki unnið í karlafótbolta í sögu félagsins í íslenskri knattspyrnu.

FH-ingar léku í kvöld með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Fyrsta færið kom í upphafi leiks og það áttu norðlendingar. FH-ingar björguðu á síðustu stundu en náðu eftir það ágætis tökum á leiknum án þess að skapa sér nein opin marktækifæri. Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og fengu FH-strákarnir um 10 hornspyrnur í hálfleiknum. Mikil barátta var ríkandi á vellinum og hvorugt liðið gaf tommu eftir.

Í seinni hálfleik snérist taflið ögn við. Tindastóll/Hvöt komst mun meira inn í leikinn en Hafnfirðingar náðu að skapa sér þrjú mjög góð tækifæri til að skora fyrsta markið en inn vildi boltinn ekki. Tindastóll/Hvöt fékk eitt úrvalstækifæri sem þeir náðu ekki að nýta og því þurfti að grípa til framlengingar.

Eftir tæpar tvær mínútur í fyrri hálfleik framlengingar náðu FH-ingar forystunni. Kristján Gauti Emilsson fékk þá boltann í fætur með bakið í markið um 10 metra fyrir utan vítateig. Með góðum snúning náði Kristján Gauti að koma sér í gott skotfæri og lét hann vaða með vinstri fæti og endaði boltinn í netinu eftir viðkomu í markstöng norðanmanna.

Eftir markið óx FH-ingum ásmeginn á meðan Tindasóls-/Hvatarmönnum virtist brugðið. Þegar 7 mínútur voru liðnar af hálfleiknum tók Kári Þrastarson, bakvörður FH-inga, á rás upp vænginn og gaf frábæra sendingu fyrir markið á áðurnefndan Kristján Gauta sem hamraði boltann í netið með góðri kollspyrnu og innsiglaði þar með sigur FH-inga.

FH-ingar héldu fengnum hlut í seinni hluta framlengingar og tryggðu sér því sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 3.flokki karla.Tindastóls/Hvatarmenn gáfu þó allt sitt í leikinn og leikurinn var í járnum nánast allan tímann. Bæði lið mega bera höfuðið hátt því liðin hafa staðið sig feiknalega vel í sumar.

Brynjar Ásgeir Guðmundsson tók svo við Íslandsmeistarabikarnum við mikinn fögnuð félaga sinna og fjölmargra áhorfenda úr Hafnarfirðinum.

Ummæli eftir leik:

Brynjar Ásgeir Guðmundsson, fyrirliði FH
,,Þetta var hörkuleikur, þeir komu okkur virkilega á óvart og voru virkilega sterkir," sagði Brynjar í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn. ,,Það hafðist sigur engu að síður."

Tindastóll/Hvöt sótti stíft í síðari hálfleiknum í venjulegum leiktíma þegar liðið lék gegn vindi en FH-ingar héldu pressuna út.

,,Þeir voru að pressa á okkur í seinni hálfleiknum en við vorum alltaf í okkar færum. Mér fannst þetta alltaf vera í okkar höndum samt sem áður. Við ætluðum bara að fara í framlenginuna og klára þetta þar og við gerðum það."

,,Þetta er búið að vera klassi. Við unnum B-deildina en duttum svo út í bikarnum. Það er klassi að vinna Íslandsmeistaratitilinn, við stefndum að því."

Í framlínu Tindastóls/Hvatar var Hilmar Þór Kárason sem vakti mikla athygli fyrir markaskorun með liði Hvatar á undirbúningstímabilinu þar sem hann fór varla inná án þess að skora í meistararflokksleikjum og hefur síðan leikið 10 leiki með Hvöt í 2. deildinni.

,,Ég var búinn að heyra eitthvað af því að hann væri skruggufljótur þessi framherji. Mér fannst við samt hafa hann. Þeir voru ekki mikið í færunum. Hann er með þeim fljótari sem ég hef spilað við."

Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum í dag.

























































Athugasemdir
banner
banner
banner