Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   lau 20. september 2008 19:47
Fótbolti.net
1.deild umfj.: KA endaði í fjórða og Víkingur í fimmta
Egill Atlason skallar boltann burt í leik Víkings og Fjarðabyggðar.
Egill Atlason skallar boltann burt í leik Víkings og Fjarðabyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Pétur Örn Svansson skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Víkinga.
Pétur Örn Svansson skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Steinn Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir KA.
Steinn Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir KA.
Mynd: Pedromyndir - Þórir Tryggvason
Úr leiknum á Akureyri.
Úr leiknum á Akureyri.
Mynd: Pedromyndir - Þórir Tryggvason
Leiknir unnu 1-6.
Leiknir unnu 1-6.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fuego skoraði fyrsta mark leiksins.
Aron Fuego skoraði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Jón Örvar Arason
Njarðvík vann.
Njarðvík vann.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Guðni Erlendsson er hættur knattspyrnuiðkun.
Guðni Erlendsson er hættur knattspyrnuiðkun.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Fjórir leikir fóru fram klukkan 14:00 í lokaumferð fyrstu deildar karla. Víkingar lögðu Fjarðabyggð, Leiknir unnu góðan sigur á KS/Leiftri, KA vann Víking Ólafsvík og Njarðvík vann Þór.

Hér að neðan má sjá umfjallanir frá leikjunum fjórum.

Víkingur R. kláraði tímabilið með sigri

Víkingur R. 2-0 Fjarðabyggð

1-0 Egill Atlason (´29)
2-0 Pétur Örn Svansson (´49)

Bæði Víkingur og Fjarðabyggð höfðu að litlu að keppa í lokaleik sínum sem fram fór í athyglisverðu veðri í Víkinni. Það skiptist á með skúrum og úrhelli í strekkingsvindi sem lá beint á annað markið. Það voru Víkingar sem virtust hafa öllu meiri áhuga á að klára tímabilið með sigri og unnu verðskuldaðan, 2-0, sigur sem var helst til of lítill.

Fjarðabyggð byrjaði sterkara undan strekkingsvindinum. Vindurinn var svo mikill að tveggja mínútna hlé þurfti að gera í síðari hálfleik þegar fimm fánastengur á einum platta fuku um koll. Gestirnir að austan reyndu langskot með vindinum en skot þeirra beint á markið auðveld fyrir Ingvar Kale.

Víkingum óx ásmeginn og snéru vörn í sókn. Gunnar Kristjánsson var mikið í boltanum en komst lítt áleiðis gegn hinum unga Sævari Erni Harðarsyni í hægri bakverði Fjarðabyggðar. Markið kom þó á endanum þegar Pétur Örn Svansson átti fallega fyrirgjöf frá hægri inn á markteiginn þar sem Egill Atlason stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann auðveldlega í netið.

Pétur kom aftur við sögu snemma í seinni hálfleik. Á 49. mínútu tók hann hornspyrnu frá hægri sem hann snéri upp í vindinn og endaði boltinn í horninu fjær eftir að hafa snert grasið einu sinni. Srjdan Rajkovic, markverði Fjarðabyggðar, var ekki skemmt og vildi meina að Chris Vorenkamp hefði brotið á sér. Gunnar Sverrir Gunnarsson, furðulega ágætur dómari leiksins, hlustaði lítið á kvartanir Srjdans og dæmdi mark.

Eftir þetta gáfust gestirnir upp. Seinni hálfleikurinn var ein stórsókn Víkinga en lítið gekk að skora. Egill Atlason sem hefur verið heitur undir lok móts átti með réttu að setja sitt sjöunda mark í sumar en skot hans af eins meters færi, frábærlega varið. Þá fékk Gunnar Kristjánsson tvö færi einn gegn markverði og Halldór Smári Sigurðsson eitt en allt varði Srjdan.

Áhorfendur og leikmenn voru svo fegnir þegar flautað var til leiksloka því leikurinn lítið fyrir augað og mjög kalt á vellinum. Víkingum sem hafa átt afleitt tímabil tókst því að enda tímabilið með sigri á heimavelli og tveimur sigrum í síðustu tveimur leikjunum. Bæði þessi lið ætluðu sér mun meira í sumar og er spurning hvernig þau koma mönnum til leiks á næsta ári og hver verður í brúnni á báðum stöðum.

Ummæli eftir leik

Pétur Örn Svansson, leikmaður Víkings:
„Það var fínt að klára mótið með sigri þó hann hefði auðveldlega getað verið stærri. Tímabilið fór augljóslega ekki eins og við ætluðum okkur en við verðum bara að sætta okkur við það,“ sagði Pétur við Fótbolta.net eftir leik en átti hann ekki örugglega markið?
„Jú það held ég. Chris Vorenkamp kom allavega til mín og fagnaði. Ég held að hann hafi verið að fagna mér frekar en þakka mér fyrir stoðsendinguna. Vallarþulurinn sagði allavega að ég hefði skorað og við treystum honum bara,“ sagði Pétur léttur.


Glæsimark frá Steini og KA endaði í fjórða sæti:

KA 1 - 0 Víkingur Ólafsvík
1-0 Steinn Gunnarsson ('40)

Í fyrri hálfleik voru KA-menn mun líklegri til afreka. Fyrsta alvöru færi leiksins var eftir um stundarfjórðungs leik en þá átti Dean Martin góða sendingu inní frá hægri á Inga Frey sem náði að teygja sig til knattarins og koma honum á markið, þar varði markvörður Víkings rétt svo.

Um miðjan hálfleik áttu KA-mennirnir Orri Gústafsson og Haukur Heiðar gott samspil sem endaði með að Haukur senti inn fyrir vörnina en var þá Orri dæmdur rangstæður, en tæpt var það.

Á 40. mín á skoraði Steinn Gunnarsson eitt fallegasta mark sumarsins en hann spyrnti knettinum óverjandi ofarlega í hornið rétt fyrir utan vítateiginn. Glæsilegt einstaklings framtak. Þetta mark var mjög sanngjarnt en KA voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Hálfleikurinn endaði með því að Orri komst í gott færi sem að markmaður Víkinga náði að verja vel.

Hættulegasti kafli Víkinga var á 57. mín en þá áttu þeir gott skot sem Sandor varði í horn. Uppúr horninu skapaðist mikil hætta og þurfti varnarmaður KA að bægja hættunni í annað horn. Uppúr því horni skallaði Víkingur boltann rétt fram hjá.

Þegar um hálftími var eftir kom Arnór Egill inná en hann átti eftir að láta til sín taka í leiknum en hann var síógnandi, hvort sem það var á kantnum eða í stöðu framherja. Á 65. mín komst framherji Víkinga einn inn fyrir en markvörður KA, Sandor sá við honum og varði boltann nokkuð örugglega. Í næstu sókn klobbaði Arnór Egill varnarmann Víkings og fór fram hjá öðrum og var kominn í gott skotfæri en ekki náði hann að nýta það. Stuttu síðar var brotið á Arnóri Agli, Dean Martin tók aukaspyrnuna strax en var þá markmaður Víkings að stilla upp veggnum. Sending Deans fór sentimeter fyrir ofan Andra Fannar Stefánsson sem var fyrir framan autt markið.

Þegar 10. mín voru eftir af leiknum átti Dean sendingu á Magnús Blöndal sem var í ákjósanlegu færi en skot hans endaði í hliðarnetinu. Besta færi leiksins leit dagsins ljós stuttu síðar er Steinn Gunnarsson átti frábæra stungusendingu á Dean sem var aleinn gegn markmanni en skaut á endanum framhjá.

Þegar uppi er staðið var þetta sennilega sanngjarn KA sigur. KA voru meira með boltann og sköpuðu sér meira. Mesta hætta Víkinga var eftir hornspyrnur en þó náðu þeir einnig að skapa sér færi eftir venjulegt spil. Alls spiluðu sex leikmenn úr 2. flokki KA leikinn og stóðu þeir sig allir með prýði.

Ummæli eftir leik:
Orri Gústafsson en hann byrjaði í fyrsta sinn inná fyrir meistaraflokk.
,,Mér fannst þetta mjög sanngjarn sigur, börðumst vel. Héldum stöðu mjög vel. Þeir áttu í raun ekki mörg færi nema í föstum leikatriðum. Við hefum reyndar átt að klára leikinn miklu fyrr. Til dæmis áttu menn eins og Maggi Blö dauðafæri. Við vorum margir úr 2. flokknum sem fengum séns í leiknum og stóðum okkur allir mjög vel og vonandi náum við að byggja á þessu fyrir næsta sumar."

Ertu sáttur með gengi liðsins í sumar?
,,Já, já við komum mörgum óvart til dæmis vorum við spáð í 7. eða 8. sæti og sýndum öllum að við getum og viljum spila góðan fótbolta. Svo er líka alltaf gaman að vera ofar en Þór á stigatöflunni. Að lokum vill ég þakka stuðningin í sumar en Vinir Sagga hafa verið mjög duglegir á heimaleikjum liðsins."
Fótbolti.net, Akureyri - Aðalbjörn Hannesson.


Leiknir rústaði KS/Leiftri fyrir norðan

KS/Leiftur 1 - 6 Leiknir R.

0-1 Aron Fuego Daníelsson
0-2 Steinarr Guðmundsson
0-3 Einar Örn Einarsson
0-4 Einar Pétursson
0-5 Tómas Michael Reynisson
0-6 Hilmar Árni Halldórsson
1-6 Þórður Birgisson

Það var hávaða rok í Ólafsfirði í dag þegar KS/Leiftur mættu liði Leiknis.

Strax á 2.mínútu áttu Leiknismenn gott skot af löngu færi sem Þorvaldur Þorsteinnsson í marki KS/Leifturs varði vel en boltinn datt fyrir fætur Arons Daníelssonar sem skoraði fyrsta mark Leiknis af sex sem áttu eftir að fylgja í kjölfarið.

Ekki leið á löngu þangað til Leiknismenn höfðu skorað annað mark sitt en þar var að verki Steinarr Guðmundsson með sitt fyrsta mark í búningi Leiknis. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins en þó voru leikmenn Leiknis ívið sterkari það var síðan á 25. mínútu þegar Fannar Þór Arnarsson skoraði eftir góða sókn Leiknismanna og staðan orðin 0-3 og útlitið dökkt fyrir KS/Leiftur

Leikmenn KS/Leiftur höfðu hreinlega engin svör við leiftrandi sóknarbolta Leiknis manna sem óðu í marktækifærum, en á 37 mín skoraði Einar Pétursson fyrir Leikni og staðan orðin 0-4 fyrir gestunum. Eftir þetta fjaraði aðeins undan leiknum og því var staðan 0-4 í hálfleik gestunum í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði rólega og spiluðu heimamenn nú með vindinn í bakið. Það lifnaði loks aðeins yfir leikmönnum KS/Leifturs í seinni hálfleik og fengu þeir nokkur hálffæri. Ekkert markvert gerðist þó fyrr en á 70 mín þegar Guðjón Gunnarsson fékk boltann á miðjunni og nelgdi í þverslána af 35 metra færi.

En Leiknis menn voru ekki lengi að svara fyrir þetta hættulega skot en strax í næstu sókn skoruðu þeir sitt fimmta mark í leiknum og þar var á verki Hilmar Halldórsson. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins en ekki lengi því á 81 mín skoraði Tómas Michael Reynisson síðasta mark Leiknismanna og staðan því 0-6.

Þó voru heimamenn ekki búnir að gefast upp og á 88 mín skoraði Þórður Birgisson eftir góða fyrirgjöf Grétars Sveinssonar og staðan því orðin 1-6.

Eftir þetta gerðist lítið sem ekkert og því endaði leikurinn 1-6 fyrir Leikni í rokinu í Ólafsfirði.
Fótbolti.net, Ólafsfirði - Kristófer.

Njarðvíkingar kvöddu með sigri.

Njarðvík 3 - 1 Þór
0-1 Alexander Linta
1-1 Marko Valdimar Stefánsson
2-1 Kristinn Björnsson
3-1 Kristinn Björnsson

Njarðvíkingar mættu Þór Akureyri í síðustu umferð 1.deildar í dag. Leikmenn Njarðvíkur mættu ákveðnir til leiks og kom ekkert annað til greina en að kveðja deildina með sigri.

Töluvert jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiken Njarðvíkingar þó meira ógnandi fram á við. Gestirnir komust þó yfir með marki frá Aleksander Linta sem lék upp allan vinstri kantinn og sólaði 2 varnarmenn á leið sinni inní teig og lagði boltann framhjá Ingvari í markinu. Glæsilegt einstklingsframtak hjá kappanum.

Njarðvíkingar jöfnuðu svo leikinn á 29 mínútu með marki frá Marko V. Stefánssyni. Guðni Erlendsson tók aukaspyrnu á vinstri kanti, sendi boltann inn í teig þar sem Frans Elvarsson náði skoti í stöngina og boltinn úr teignum á Marko sem sendi boltann í markið.

Liðin náðu ekki að bæta við marki þrátt fyrir ágætistilraunir og staðan í hálfleik 1 - 1.

Njarðvíkingar náðu svo að komast yfir á 75. mínútu með marki leiksins. Guðni Erlendsson var með boltann á miðjunni, sendi langann bolta upp í hægra hornið á Víðir Einarsson sem var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Njarðvík en hann kom inná sem varamaður, Víðir tók boltann í fyrstu snertingu og sendi inn í teig á Kristinn Björnsson sem klippti boltann stöngina inn, magnað mark hjá kapppanum og aðdragandinn í alla staði glæsilegur.

Njarðvíkingar urðu svo einum færri eftir að Alexander fékk skurð á hausinn og þurfti að yfirgefa völlinn og láta gera að sér á sjúkrahúsi. Njarðvíkingar léku einum færri síðasta korterið þar sem þeir voru búnir með allar skiptingarnar sínar.

Heilladísirnar sem hafa ekki verið á bandi Njarðvíkurliðsins í sumar snerust þó á sveif með þeim í dag því þrátt fyrir að vera einum færri og gestirnir byrjaðir að nýta sér liðsmuninn þá bættu heimamenn við 3 markinu á 84.mínútu. Eftir mikið klafs fyrir utan teig gestanna náði Aron Smárason að pota boltanum í gegnum þvöguna og innfyrir vörnina þar sem Kristinn Björnsson sem var kominn á auðan sjó gegn Árna Skaftasyni markmanni Þór og renndi boltann framhjá honum og gulltryggði sigurinn.

Guðni Erlendsson fyrirliði Njarðvíkurliðsins tilkynnti eftir leikinn að hann hygðist hætta knattspyrnu iðkun. Guðni sem var 30 ára 28.apríl s.l. sagði í samtali við fotbolta.net að hann hygðist snúa sér í fjölskyldunni og hann yfirgæfi félagið sáttur. Guðni á að baki 217 leiki með mfl. Njarðvíkur.

Maður leiksins; Guðni Erlendsson

Byrjunarlið Njarðvík; Ingvar Jónsson (Almar Eli Færseth ) Árni Ármannsson, Kristinn Björnsson, Einar Valur Árnason, Guðni Erlendsson , Aron Már Smárason, Jón Aðalgeir Ólafsson ( Bjarni Steinar Sveinbjörnsson, Ísak Örn Þórðarson ( Víðir Einarsson), Marko Valdimar Stefánsson, Frans Elvarsson, Alexander Magnússon

Ónotaðir varamenn Albert Karl Sigurðsson, Gísli Freyr Ragnarsson

Byrjunarlið Þór Ak; Árni Þór Skaftason, Matthías Örn Friðriksson, Aleksandar Linta, Kristján Sigurðsson (Þorsteinn Ingason), Atli Jens Albertsson, Ármann Pétur Ævarsson (Jóhann Helgi Hannesson), Ibra Jagne, Hreinn Hringsson, Sigurður Marínó Kristjánsson, Atli Sigurjónsson (Sveinn Óli Birgisson), Sean Webb.

Ónotaðir varamenn; Sveinn Leó Bogason, Kristján Steinn Magnússon.

Fótbolti.net, Njarðvík - Gísli Þór.
Athugasemdir
banner