Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 30. september 2008 16:30
Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Berg: Ætla að ná mér í fast sæti á vinstri kantinum
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Breiðabliks mun halda til þýska liðsins Hamburg í næstu viku og skoða aðstæður en ef honum líkar er líklegt að hann gangi í raðir félagsins.

,,Ég myndi segja að Hamburg sé fyrsti kostur þó að það séu nokkrir aðrir, þeir hafa alltaf verið fyrsti kostur síðan ég heyrði fyrst af áhuga þeirra," sagði Jóhann Berg í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Þeir eru búnir að sýna mér mjög mikinn áhuga og voru stærsta liðið sem sýndi áhuga og ég vil fara í stórt lið. Þeir eru með skemmtilegan þjálfara, Martin Jol og ég held að þetta sé besti kosturinn því ég mun æfa með aðalliðinu þarna," sagði Jóhann sem segir Þýskaland ekki heilla sig heldur Hamburg.

,,Það er kannski ekkert við Þýskaland sem heillar mig. Hamburg er skemmtileg borg, ég veit ekki hvaða það er sem heillar mig eða en það er eitthvað, kannski hvað þetta er stór klúbbur."

Hann mun halda út á sunnudaginn en hann mun skoða aðstæður hjá félaginu sem og að æfa og spjalla við Martin Jol.

,,Ég mun fara út á sunnudaginn og skoða aðstæður,æfa með þeim og ræða svo eitthvað við stjórann og semja við þá," sagði Jóhann sem finnst þetta vera rétti tímapunkturinn til að fara í atvinnumennsku.

,,Ég myndi segja að þetta væri rétti tíminn til að fara út, ég held að ég hafi gert nógu mikið í sumar til að verðskulda það að fara út. Ég er 17 ára og er ungur en ég held að þetta sé rétti tímapunkturinn til að fara úti."

,,Ég mæti bara ekki strax og fer í hópinn en ég ætla að vinna mig inn í það og ná mér í fast sæti á vinstri kantinum. Ég hef fulla trú á mínum hæfileikum og að ég geti náð langt,"
sagði Jóhann Berg að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner