Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. október 2008 12:23
Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Eiríksson gefur ekki kost á sér í landsliðið
Höskuldur er hér í leik FH gegn Aston Villa.
Höskuldur er hér í leik FH gegn Aston Villa.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Höskuldur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara FH hyggst ekki gefa kost á sér í íslenska landsliðið verði leitað til hans en framundan eru tveir landsleikir á næstu dögum.

,,Ég missti af síðustu leikjum Íslandsmótsins vegna meiðsla og því tel ég ekki rétt að gefa kost á mér núna í landsliðshópinn," sagði Höskuldur í samtali við Fótbolta.net í dag en ummælin vekja nokkra athygli enda ekkert sem benti til þess að hann yrði kallaður til eða að breyting yrði á landsliðshópnum sem þegar er búið að tilkynna.

Höskuldur hefur aldrei leikið með A-landsliðinu en hann lék sjö leiki í hægri bakvarðarstöðunni hjá Íslandsmeisturum FH í Landsbankadeildinni í sumar en missti af síðustu vikunum vegna meiðsla.

Íslenska landsliðið mætir því hollenska í undankeppni HM 2010 á morgun en leikið er í Rotterdam. Engin alvarleg meiðsli hrjá leikmenn íslenska liðsins sem hefur æft síðustu daga í Hollandi svo allir geta gefið kost á sér.

Á miðvikudaginn í næstu viku mætir Ísland svo liðið Makedóníu en þá er leikið á Laugardalsvelli.

Athugasemdir
banner
banner
banner