þri 14. október 2008 09:16
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Liverpool og Atletico Madrid mætast á hlutlausum velli
Torres fær ekki að fara á Calderon leikvanginn með Liverpool.
Torres fær ekki að fara á Calderon leikvanginn með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid verður að spila næstu tvo heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu á hlutlausum velli og þar með er ljóst að leikur liðsins gegn Liverpool 22. október næstkomandi fer ekki fram á Calderon leikvangnum.

Ástæða þessa er að UEFA hefur refsað Atletico Madrid fyrir kynþáttaníð stuðningsmanna liðsins í 2-1 sigri á Marseille fyrir tveimur vikum. Stuðningsmenn Madrid líktu eftir apahljóðum í átt að leikmönnum franska félagsins og veittust að rútu Marseille eftir leikinn.

Því er ljóst að liðið þarf að leika næstu tvo heimaleiki á hlutlausum velli sem verður að vera að minnsta kosti 200 mílur frá Madrid. Enn á eftir að ákveða hvaða völlur það verður. Spænska félagið var einnig sektað um 150 þúsund pund.

Þar með er ljóst að Fernando Torres fær ekki að snúa aftur á sinn gamla heimavöll með Liverpool í næsta mánuði en hann hafði hafið feril sinn á Calderon leikvangnum með Atletico Madrid þar sem hann var orðinn fyrirliði ungur að árum. Atletico þarf einnig að mæta PSV Eindhoven 26. nóvember á hlutlausum velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner