Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   þri 04. nóvember 2008 23:16
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
Gerrard: Ekki viss um að þetta hafi verið víti
Gerrard og Pernía eigast við í leiknum.
Gerrard og Pernía eigast við í leiknum.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Atletico Madrid úr vítaspyrnu í uppbótartíma sem hann hafði fiskað sjálfur eftir samskipti við Mariano Pernía í lok leiksins. Eftir leikinn sagðist hann ekki viss hvort dæma hefði átt vítaspyrnu.

,,Mér fannst við stjórna leiknum en í fyrri hálfleik vorum við ekki nógu góðir," sagði Gerrard við ITV 1 eftir leikinn.

,,Við bættum okkur í seinni hálfleik og markið kom loksins í uppbótartíma. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið víti. Ég náði honum fyrst og ef þetta hefði verið fyrir utan vítateig hefði maður fengið aukaspyru."

,,Ef þetta hefði verið á hinum endanum þá hefðum við orðið brjálaðir. En svona er fótboltinn. Þetta er stig og við höldum áfram. Það er mikilvægt því við fengum stig. Góð lið tapa venjulega ekki tveimur leikjum í röð og við sýndum mikinn karakter."


Rafael Benítz stjóri Liverpool telur hinsvegar að vítaspyrnan hafi verið rétt. ,,Ég held það, eftir að hafa séð endursýninguna. Ég held að það hafi verið línuvörðurinn sem gaf vítaspyrnuna en það er betra að tala ekki mikið um dómarann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner