Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. nóvember 2008 10:14
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Setanta 
Vekur athygli Man Utd en segist styðja Liverpool
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Mohammed 'Moa' Abdellaoue leikmaður Vålerenga í Noregi hefur verið undir smásjá stórliðs Manchester United en segist hinsvegar vera stuðningsmaður Liverpool. Moa hefur verið líkt við Ole Gunnar Solskjær sem er orðinn goðsögn hjá Manchester United en þeir eiga það sameiginlegt að hafa hafið ferilinn í Noregi og hafa verið stuðningsmenn Liverpool.

Ole Gunnar Solskjær var einmitt líka stuðningsmaður Liverpool og það er eitthvað sem norskir miðlar muna vel eftir. Moa sjálfur segist hinsvegar ekkert hafa heyrt af því að Manchester United vilji fá hann til reynslu æfinga.

,,Það er gaman þegar eftir manni er tekið," sagði þessi 23 ára gamli leikmaður við Nettavisen. ,,Það þýðir að ég er að gera margt rétt í fótboltanum."

,,Liverpool er mitt félag. Ég er stuðningsmaður Liverpool, þó ég sé ekki meðlimur stuðningsmannaklúbbsins. Auðvitað er gaman þegar manni er líkt við Solskjær en ég er bara Moa."

,,Ég er sá sem ég er. Ég spila fótbolta og nýt mín. ég hef ekkert heyrt beint frá United og fékk fréttirnar í norskum fjölmiðlum. Ég hef ekki heyrt neinar upplýsingar frá umboðsmanni mínum og veit ekkert um reynsluæfingar. En ég get ekk komist hjá því að hugsa um slíkt."

Athugasemdir
banner
banner
banner