Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 21. febrúar 2009 19:13
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: Jafnt hjá Haukum og Víkingi Ólafsvík
Hilmar Rafn skoraði tvívegis fyrir Hauka.
Hilmar Rafn skoraði tvívegis fyrir Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Haukar 2 - 2 Víkingur Ólafsvík
0-1 Þorsteinn Ragnarsson
0-2 Heimir Ásgeirsson
1-2 Hilmar Rafn Emilsson
2-2 Hilmar Rafn Emilsson
Rauð spjöld: Albert Arason (Haukar) (Einar Hjörleifsson)

Haukar og Víkingur Ólafsvík gerðu 2-2 jafntefli í A deild Lengjubikarsins í Akraneshöllinni nú síðdegis.

Ólafsvíkingar áttu sláarskot áður en þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins. Þorsteinn Ragnarsson fékk þá langa sendingu og skoraði.

Ómar Karl Sigurðsson leikmaður Hauka fékk nokkur ágætis færi til að skora í fyrri hálfleiknum en án árangurs. Það var síðan Heimir Ásgeirsson sem kom Víkingi í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks en hann skoraði þá af fjærstöng eftir fyrirgjöf frá hægri.

Haukar gáfust ekki upp og Hilmar Rafn Emilsson minnkaði muninn með skalla upp í þaknetið eftir fyrirgjöf frá Hilmari Geir Eiðssyni. Hilmar Rafn var ekki hættur og hann jafnaði leikinn eftir fyrirgjöf frá Jónmundi Grétarssyni.

Undir lokin urðu ryskingar á milli leikmanna liðanna og þeim lauk með því að Albert Arason varnarmaður Hauka og Einar Hjörleifsson markvörður Víkings fengu að líta rauða spjaldið en lokatölurnar 2-2.
Athugasemdir
banner