Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 01. mars 2009 17:44
Magnús Már Einarsson
Man Utd enskur deildabikarmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Aaron Lennon og Patrice Evra eigast við í leiknum í dag.
Aaron Lennon og Patrice Evra eigast við í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Luka Modric og Darron Gibson berjast um boltann.
Luka Modric og Darron Gibson berjast um boltann.
Mynd: Getty Images
Manchester United 0 - 0 Tottenham (4-1 eftir vítaspyrnukeppni)

Manchester United tryggði sér nú síðdegis sigur í enska deildabikarnum þegar að liðið lagði Tottenham í úrslitaleik.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Manchester United hafði betur í vítaspyrnukeppni þar sem Jamie O'Hara og David Bentley misnotuðu báðir vítaspyrnur fyrir Tottenham.

Nokkra lykilmenn vantaði í lið Manchester United en Edwin van der Sar, Michael Carrick og Wayne Rooney voru meðal annars ekki í leikmannahópnum í dag. Þrátt fyrir það tókst liðinu að landa sigri.

Aaron Lennon og Darren Bent ógnuðu báðir marki United í leiknum en Ben Foster, markvörður Manchester United, var vandanum vaxinn.

Manchester United hefði getað fengið vítaspyrnu þegar að Ledley King virtist brjóta á Cristiano Ronaldo en Portúgalinn fékk hins vegar að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap.

Undir lokin átti Ronaldo síðan hörkuskot í stöngina og niðurstaðan 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Ben Foster varði fyrstu spyrnu Tottenham frá Jamie O'Hara og David Bentley skaut síðan framhjá á meðan leikmenn Manchester United skoruðu örugglega úr sínum spyrum og tryggðu sér sigurinn.

Gangur vítaspyrnukeppninnar:
1-0 Ryan Giggs skorar
Ben Foster ver frá Jamie O'Hara
2-0 Carlos Tevez skorar
2-1 Vedran Corluka skorar
3-1 Cristiano Ronaldo skorar
David Bentley skýtur framhjá
4-1 Anderson skorar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner