Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. mars 2009 16:55
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sky 
Ferguson: Mér fannst við vera betri
Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sáttur með tap sinna manna gegn Liverpool í dag, en telur þó að sitt lið hafi verið betri aðilinn í leiknum.

Manchester United þurfti að bíða lægri hlut fyrir Liverpool á Old Trafford í dag 1-4 þrátt fyrir að hafa náð forystunni í leiknum. Cristiano Ronaldo kom Englandsmeisturunum yfir úr vítaspyrnu, en Fernando Torres, Steven Gerrard, Fabio Aurelio og Andrea Dossena sáu til þess að kafsigla United liðinu.

,,Þetta er mjög erfitt þar sem mér fannst við virkilega vera betri aðilinn í leiknum því að úrslitin segja ekki til um það, en að sjálfsögðu þegar lið vinnur 4-1 á Old Trafford þá áttu skilið hrós og það er ekki hægt að neita því," sagði Ferguson.

,,Ef deildin væri að byrja núna þá myndir þú taka þann möguleika að vera með fjögurra stiga forskot."

,,Þetta var slæmur dagur, en ég get ekki kvartað yfir gæðunum í spilamennskunni. 1-2 leikmenn voru ekki upp á sitt besta í dag og bjóst ég við meiru frá þeim, en fótboltinn var góður og við héldum áfram og sýndum mikla baráttu,"
sagði Ferguson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner