banner
   fim 26. mars 2009 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Dómarar vilja skýringu á afturköllun rauðra spjalda
Atvikið í leik Liverpool gegn Aston Villa.
Atvikið í leik Liverpool gegn Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Dómarar á Englandi hafa óskað eftir útskýringum frá enska knattspyrnusambandinu eftir að það afturkallaði brottvísun Brad Friedel markmanns Aston Villa úr leik liðsins gegn Liverpool um síðustu helgi.

Friedel fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Fernando Torres sem var kominn einn í gegn að markinu. Enska sambandið dró spjaldið svo til baka svo Friedel sleppur við leikbann.

Dómarar vilja fá frekari útskýringar því samkvæmt skilningi þeirra á lögunum átti Martin Atkinson dómari engan annan kost en að vísa Friedel af veli.

,,Dómarasamtökin hafa óskað eftir útskýringum frá FA (enska knattspyrnusambandið) á ástæðum þess að áfrýjunarnefndin fann að störfum dómarans," sagði talsmaður úrvalsdeildarinnar.

,,Í gegnum þetta tímabil hafa verið nokkrar mismunandi áfrýjanir sem fara í gegn og það er imkilvægt að dómararnir komist til botns í því afhverju nefndin hefur komist að þessari niðurstöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner