Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 17. apríl 2009 12:35
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Aftenposten 
Theodór Elmar hugsanlega seldur frá Lyn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Lyn róa nú öllum árum að því að koma liðinu á réttan kjöl á ný en fjárhagsvandræði hafa plagað félagið að undanförnu.

Oslóarliðið mun eiga fund með nokkrum fjárfestum í næstu viku þar sem þeim mun gefast kostur á að eignast hlut í völdum leikmönnum liðsins sem áætlað er að selja í félagaskiptaglugganum í sumar.

Með því að dangla þessari gulrót vonast forráðamenn Lyn til þess að fjárfestarnir dæli peningum inní félagið.

Samkvæmt Aftenposten er landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason einn þessara leikmanna.

Eftir því sem heimildir Fótbolti.net herma hafa útsendarar á vegum enska liðsins Coventry fylgst náið með Theodóri að undanförnu og þá hefur Le Mans frá Frakklandi einnig augastað á honum, ásamt norsku liðunum Viking og Stabæk.
Athugasemdir
banner
banner
banner