Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 10. maí 2009 21:52
Magnús Valur Böðvarsson
Umfjöllun: Öruggur Stjörnusigur í Garðabænum
Halldór Orri skoraði þriðja mark Stjörnunnar.
Halldór Orri skoraði þriðja mark Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Eysteinn Húni skallar boltann í kvöld.
Eysteinn Húni skallar boltann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Stjarnan 3 - 1 Grindavík
1-0 Zoran Stamenic sjálfsmark (8')
2-0 Jóhann Laxdal (34')
3-0 Halldór Orri Björnsson (78')
3-1 Gilles Mbang Ondo (87')

Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leik Stjörnunar og Grindavíkur í fyrstu umferð Pepsí deildarinnar. Þess má geta að þetta er fyrsti leikur Stjörnurnar í efstu deild í um áratug. Stjarnan er fyrsta og eina liðið sem leikur heimaleiki sína á gervigrasi og spurning hvort það eigi eftir að hjálpa liðinu. Stjörnunni var spáð neðsta sætinu á meðan Grindvíkingum 5.sætinu og því mátti búast við áhugaverðum leik.

Stjörnumenn komu gríðarlega öflugir til leiks og skoruðu strax á 8.mínútu. Guðni Rúnar Helgason tók þá aukaspyrnu af 40 metra færi og lét vaða, boltinn hrökk af Zoran Stamenic og þaðan fór boltinn í netið, glæsilegt mark. Stjörnumenn héldu áfram að sækja grimmt og náðu að komast í gott færi þegar Halldór Orri Björnsson skaut yfir úr ágætis færi. Stjörnumenn bættu við marki þegar Jóhann Laxdal skallaði boltann inn eftir hornspyrnu Steinþórs Þorsteinssonar sem var besti maður Stjörnunar í leiknum en allt liðið átti fínan leik. Grindvíkingar voru vart búnir að taka miðju þegar Stjörnumenn náðu góðri sókn sem endaði með því að Grindvíkingar björguðu á marklínu eftir hælspyrnu Þorvaldar Árnasonar.

Sóknartilraunir Grindvíkinga báru engan árangur en Gilles Mbang Ondo fékk litla hjálp frammi. Scott Ramsey var algjörlega týndur og ekki bætti úr skák að Sylvian Soulemarse, hafði verið arfaslakur og fór útaf meiddur snemma í síðari hálfleik.

Zoran Stamenic átti ágæti tilraun í byrjun seinni hálfleiks þegar Bjarni Þórður Halldórsson varði góða aukaspyrnu hans en 7 manna varnarveggur vakti mikla athygli.

Á 78.mínútu gerðu Stjörnumenn hinsvegar út um leikinn þegar Steinþór Þorsteinsson gaf góða sendingu innfyrir á Þorvald Árnason sem renndi honum til hliðar á Halldór Orra Björnsson sem lyfti boltanum snyrtilega framhjá óöruggum Óskari Péturssyni. Það voru svo Grindvíkingar sem áttu síðasta orðið í leiknum þegar Gilles Mbang Ondo þeirra besti maður skoraði svo gott mark úr vítateig Stjörnunar eftir sendingu frá Eysteini Haukssyni.

Byrjunarlið Stjörnunar Bjarni Þórður Halldórsson - Jóhann Laxdal (Arnar Már Björgvinsson 79), Daníel Laxdal, Tryggvi Bjarnason, Hafsteinn Helgason - Björn Pálsson,Guðni Rúnar Helgason, Birgir Hrafn Birgisson - Steinþór Þorsteinsson (Baldvin Sturluson 87), Þorvaldur Árnason, Halldór Orri Björnsson
Varamenn: Sindri Sigurþórsson, Magnús Björgvinsson, Rögnvaldur Már Helgason, Heiðar Atli Emilsson, Baldvin Guðmundsson.

Byrjunarlið Grindavíkur Óskar Pétursson, Ray Antony Jónsson (Markó Valdimar Stefánsson 46), Eysteinn Húni Hauksson, Zoran Stamenic, Jósef Jósefsson - Orri Freyr HjaltalínJóhann Helgason, Sveinbjörn Jónasson (Emil Daði Símonarson 75) - Scott Ramsey, Sylvian Soumare (Þórarinn Kristjánsson 56) , Gilles Mbang Ondo
Varamenn: Óli Baldur Baldursson, Ingólfur Ágústsson, Bogi Rafn Einarsson, Óttar Steinn Magnússon

Gul spjöld Markó Valdimar Stefánsson, Gilles Mbang Ondo, Sveinbjörn Jónasson, allir Grindavík. Steinþór Þorsteinsson og Hafsteinn Helgason.

Áhorfendur 942
Dómari Valgeir Valgeirsson, góður
Maður leiksins Steinþór Þorsteinsson Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner