Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 29. maí 2009 23:10
Fótbolti.net
1.deild umfjöllun: Haukar á toppinn eftir sigur í Ólafsvík
Ásgeir Þór Ingólfsson tæklar Ragnar Má Sigrúnarson í leiknum í kvöld.
Ásgeir Þór Ingólfsson tæklar Ragnar Má Sigrúnarson í leiknum í kvöld.
Mynd: Alfons Finnsson
Víkingur Ó. 1 - 4 Haukar
0-1 Úlfar Hrafn Pálsson
1-1 Alfreð Elías Jóhannsson
1-2 Guðjón Lýðsson
1-3 Hilmar Geir Eiðsson
1-4 Jónmundur Grétarsson

Haukar eru komnir á toppinn í fyrstu deild karla eftir 4-1 útisigur á Víkingi Ólafsvík í kvöld.

Leikurinn byrjaði fjörlega og Amir Mehica, markvörður Hauka, varði vel frá Josip Marosevic áður en fyrsta markið kom á sjöundu mínútu en Úlfar Hrafn Pálsson kom gestunum þá yfir.

Víkingar voru ekki lengi að svara en eftir að hafa fengið tvö dauðafæri í næstu sókn náði Alfreð Elías Jóhannsson að skora eftir klafs í teignum í kjölfarið á hornspyrnu.

Haukar komust aftur yfir eftir hálftíma leik þegar að Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eftir vel útfærða aukaspyrnu og staðan 1-2 í leikhléi.

Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og komust tvíegis nálægt því að skora áður en þriðja markið kom en þar var að verki Hilmar Geir Eiðsson.

Úlfar átti sláarskot áður en Haukar innsigluðu 4-1 sigur sinn á 87.mínútu. Jónmundur Grétarsson slapp þá einn í gegn og skoraði framhjá Einari Hjörleifssyni.

Lokatölurnar á Ólafsvík 4-1 og Haukar eru með tíu stig á toppnum eftir fjóra leiki. Víkingar eru hins vegar sem fyrr með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner