Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júní 2009 19:05
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AFP 
Barcelona útilokar ekki að Eto'o fari í sumar
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o.
Mynd: Getty Images
Joan Laporta forseti Barcelona útilokar ekki að félagið muni selja kamerúnska framherjann Samuel Eto'o í sumar og segir að framtíð hans velti á félagaskiptamarkaðnum.

,,Fótboltamarkaðurinn er mjög kraftmikill og kannski gæti verið eitthvað óvænt því hann er leikmaður sem er mjög eftirsóttur," sagði Laporta.

Eto'o var markahæsti leikmaður Barcelona á tímabilinu með 30 mörk. Hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2010 og Laporta hélt áfram. ,,Það yrði frábært ef hann væri út ferilinn hjá Barcelona."

Eto'o sem er 28 ára gamall er undir smásjá Manchester City á Englandi, Lyon í Frakklandi og Inter Milan á Ítalíu.

Útvarpsstöðin RAC1 í Katalóníu sagði á þriðjudag að Pep Guardiola knattspyrnustjóri Barcelona hafi sagt Eto'o að hann myndi ekki búast við honum á næstu leiktíð. Þó er ekki talið að hann fari nema Barcelona fái toppmann í hans stað.

Þeirra helstir eru á óskalistanum David Villa hjá Valencia, Diego Forlan hjá Atletico Madrid og Zlatan Ibrahimovic hjá Inter Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner