Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. júní 2009 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Man Utd | BBC 
Man Utd tók 80 milljón punda tilboði Real Madrid í Ronaldo
Cristiano Ronaldo er að ganga til liðs við Real Madrid.
Cristiano Ronaldo er að ganga til liðs við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Kaupverðið er 80 milljónir punda sem er það langhæsta sem hefur verið greitt fyrir knattspyrnumann áður.
Kaupverðið er 80 milljónir punda sem er það langhæsta sem hefur verið greitt fyrir knattspyrnumann áður.
Mynd: Getty Images
Manchester United staðfesti á vef sínum í morgun að félagið sé búið að taka 80 milljón punda tilboði Real Madrid í Cristiano Ronaldo.

Félagið sagði á vef sínum að Ronaldo hafi óskað eftir að fá að fara frá félaginu og eftir viðræður við umboðsmann hans hafi verið samþykkt að leyfa Real Madrid að ræða við leikmanninn.

Búist er við að gengið verðu frá málunum fyrir 30. júní en félagið vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Ronaldo verður dýrasti leikmaður allra tíma og fer þar með uppfyrir Brasilíumanninn Kaka sem varð fyrr í vikunni dýrasti leikmaður heims er Real greiddi 56 milljónir punda fyrir hann.

Áður hafði Zinedine Zidane verið dýrasti leikmaður heims eða allt frá árinu 2001 er Real Madrid keypti hann á 45,6 milljónir punda.

Florentino Perez varð nýlega forseti Real Madrid að nýju en hann er maðurinn á bakvið öll þessi kaup félagsins á þessum þremur dýrustu leikmönnum heims. Hann hefur alltaf viljað kaupa stórstjörnur til félagsins á hverju ári sem hann er þar en nú eru þær að verða orðnar tvær á stuttum tíma.

Real Madrid hefur einnig verið orðað við Xabi Alonso hjá Liverpool, David Villa hjá Valencia og Franck Ribery hjá Bayern Munchen, síðan Perez varð sjálfkjörinn í embætti forseta félagsins því enginn bauð sig fram gegn honum.

Ronaldo kom til Man Utd árið 2003 frá Sporting Lissabon á 12,2 milljónir punda. Hann var sterklega orðaður við Real Madrid síðasta sumar og þá kvartaði United til FIFA yfir aðferðum Real við að fá leikmanninn. Ekkert varð af félagaskiptunum þá en núna eru þau að ganga í gegn.

Lokaleikur Ronaldo fyrir félagið varð úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Man Utd tapaði fyrir Barcelona 2-0. Eftir þann leik gagnrýndi Ronaldo Sir Alex Ferguson stjóra liðsins fyrir taktíkina sem hann notaði í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner