Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. júní 2009 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Goal.com 
Framtíð Victor Valdes hjá Barcelona í uppnámi
Valdes er mögulega á förum frá Barcelona.
Valdes er mögulega á förum frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona hafa ekki enn náið samkomulagi við markvörðinn Victor Valdes um framlengingu á samningi hans hjá félaginu og eru vangaveltur um mögulega brottför hans frá Nývangi farnar að heyrast oftar og oftar.

Það var vitað mál fyrir talsverðum tíma að samningaviðræður hefðu siglt í strand en talið var þó að Börsungar og Valdes myndu vera búin að leysa þessi mál fyrir þennan tíma en samkvæmt spænska blaðinu Sport er enn langt í land.

„Ég sé Victor ekki fyrir mér í treyju neins annars liðs,“ sagði Joan Laporta forseti Barcelona þegar hann var spurður út í þetta mál.

„Hann veit hvað við höfum að bjóða og ég er viss um að hann mun skrifa undir nýtt samkomulag, en tilboð umboðsmannsins hans kemur mér mjög á óvart.“

„Við erum með hugmyndir um laun sem við teljum vera viðeigandi í núverandi efnahagsástandi.“


Það virðist því augljóst að þrátt fyrir vilja Valdes til að vera áfram muni Börsungar ekki láta leikmanninn halda sér í gíslingu. Fari það svo að Valdes yfirgefi félagið hafa leikmenn á borð við Sergio Asenjo, Pepe Reina og Diego Lopez verið nefndir sem mögulegir arftakar hans á milli stanganna á Nývangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner