
Ásgeir Ingólfsson brenndi af fær fyrir opnu marki meðan Jóhann Benediktsson skorði mark Fjarðarbyggar
Haukar 0 - 1 Fjarðarbyggð
0-1 Jóhann Ragnar Benediktsson ('102)
0-1 Jóhann Ragnar Benediktsson ('102)
Fjarðarbyggð komst í dag í 16 liða úrslit bikarsins eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í dag.
Ekki er hægt að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn en Haukar réðu gangi leiksins frá upphafi til enda.
Haukar byrjuðu leikinn af krafti og fengu ágætis færi þegar Hilmar Trausti Arnarson átti skot sem Srjadan Rajkovic varði vel, þá var Andri Janusson aðgangsharður stuttu seinna en aftur varði Srjadan. Guðjón Pétur Lýðsson átti svo frábært skot sem Srjadan varði í horn. Yfirburðir Hauka voru algjörir og Fjarðarbyggðarmenn stálheppnir að vera ekki undir.
Í síðari hálfleik fór svo að draga til tíðinda. Ásgeir Ingólfsson slapp einn í gegnum vörn Fjarðarbyggðar þegar brotið er aftan á honum og aukaspyrna dæmd hinsvegar var einungis gefið gult spjald Haukamönnm til mikillar óánægju. Hilmar Trausti Arnarson tók spyrnuna sem Srjadan varði glæsilega. Stuttu seinna fékk Ásgeir Ingólfsson dauðafæri þegar hann sleppur í gegnum vörn Fjarðarbyggðar leikur á Srjadan en rennir boltanum framhjá fyrir opnu marki.
Um miðjan síðari hálfleik átti Pétur Ásbjörn Sæmundsson skalla í stöng eftir hornspyrnu og enn sluppu leikmenn Fjarðarbyggðar með skrekkinn. Boltinn vildi ekki í markið og héldu leikmenn Fjarðarbyggðar út 90 mínútur án þess að fá mark á sig.
Framlenginn byrjaði fjöuglega og gerðist afar umdeilt atvik, Stefán Daniel Jónsson slapp þá í gegnum vörn Fjarðarbyggðar og leikur á Srjadan sem braut á Stefáni, dómarinn dæmdi ekkert, Andri Janusson komst í ákjósanlegt færi við það og leikmaður Fjarðarbyggðar tæklar hann aftan frá en aftur dæmdi dómarinn ekkert og Haukamenn brjálaðir.
Stuttu seinna fengu Fjarðarbyggðarmenn aukaspyrnu af ca 30 metra færi, Jóhann Ragnar Benediktsson tók aukaspyrnuna og skoraði framhjá Amir Mehica sem hefði átt að gera betur. Haukamenn gáfust ekki upp og brenndi Stefan Daníel Jónsson af góðu færi en skot hans var varið af Srjadan sem var maður leiksins.
Í uppbótartíma í framlenigu gerðist umdeilt atvik, Guðjón Pétur Lýðsson vann á boltann á miðjum vallarhelmingi Hauka, einn Fjarðarbyggðar maður hékk í honum talsverða vegalengd og dómarinn dæmdi aukapyrnu og gefur honum gult spjald, Guðjón uppskar hinsvegar einnigg gult spjad og þar með rautt fyrir að biðja hann um að láta leikinn ganga og Haukamenn gjörsamlega brjálaðir. Stuttu seinna er flautað til leiksloka við mikinn fögnuð gestanna. Srjadan Rajkovic átti stórleik fyrir Fjarðaryggð ásamt Hauki Sigurbergsyni fyrirliða sem bjargaði oft vel í vörninni.
Haukar geta sjálfum sér um kennt enda áttu þeir 28 skot í leiknum þar af 17 á markið, meðan Fjarðarbyggð átti 3 skot og einungis 1 á markið og endaði það í netinu.
Ummæli eftir leik:
Andri Marteinsson þjálfari Hauka
,,Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta var bikarleikur en ekki í deildinni, þetta er dæmigerður leikur þar sem annað liðið gjörsamlega stjórnar leiknum en nýtir ekki færin sín en það er ekki alltaf spurt um sanngirni í þessu. Einnig set ég spurningamerki víð ákveðin atvik dómgæslunni þar sem þrjú atvik sem við vorum ósáttir með telja mikið fyrsta lagi þegar hann sleppir því að reka þeirra mann útaf þegar við sleppum í gegn, tveir augljósir vítaspyrnudómar í sömu sókn og rauða spjaldið sem Guðjón fær þegar þeirra maður teikar hann og hann biður leikinn um að halda áfram. Þetta er dýrkeypt fyrir okkur. Svona stór mistök telja."
Athugasemdir