Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   fim 06. ágúst 2009 18:25
Þórður Már Sigfússon
Barnsley og Reggina ræða um Emil - Málið frágengið á morgun
Emil Hallfreðsson í leik með íslenska landsliðinu
Emil Hallfreðsson í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Eins og Fótbolti.net greindi frá í gær er Emil Hallfreðsson á leiðinni til enska 1. deildarliðsins Barnsley frá Reggina á Ítalíu og vonast forráðamenn Barnsley til þess að gengið verði frá málinu á morgun.

Forráðamenn liðanna funduðu um Emil í dag en samkvæmt heimildum Fótbolti.net ber lítið á milli og er líklegast að fyrrum FH-ingurinn skrifi undir eins árs lánssamning. Barnsley hefði síðan forkaupsrétt á leikmanninum að lánstímabilinu loknu.

Barnsley hefur leik í ensku 1. deildinni með því að sækja hið fornfræga lið Sheffield Wednesday heim á laugardaginn en litlar líkur eru á því að Emil verði orðinn löglegur fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner