Pjetur St. Arason skrifar frá Eskifirði
Fjarðabyggð 0-3 KA
0-1 Orri Gústafsson
0-2 Guðmundur Óli Steingrímsson
0-3 Sjálfsmark mótherja
KA-menn lögðu lið Fjarðabyggðar að velli á Eskifjarðarvelli í kvöld. Segja má að það hafi verið nokkuð breytt Fjarðabyggðarlið sem gekk til leiks í kvöld en þrír af fastamönnum liðsins voru í leikbanni.
0-1 Orri Gústafsson
0-2 Guðmundur Óli Steingrímsson
0-3 Sjálfsmark mótherja
KA-menn lögðu lið Fjarðabyggðar að velli á Eskifjarðarvelli í kvöld. Segja má að það hafi verið nokkuð breytt Fjarðabyggðarlið sem gekk til leiks í kvöld en þrír af fastamönnum liðsins voru í leikbanni.
Gestirnir voru fljótir að færa sér veikleikana í Fjarðabyggðaliðinu og tóku snemma öll völd á miðjunni. Fyrsta skot að markinu kom á fimmtu mínútu leiksins Srdan Rajkovic, markmaðu Fjarðabyggðar átti ekki í nokkrum vandræðum með að verja það.
Hann varði síðan aftur glæsilega á 8 mínútu varði hann eftir að KA-maðurinn Orri Gústafson hafði skallað að markinu, og tveimur mínútum síðar þurfti Rajkó aftur að taka á honum stóra sínum eftir að Andri Þór Magnússon hafði gert sig sekan um slæm varnarmistök þegar hann missti af boltanum í eigin vítateig og hann rúllaði á Hallgrím Mar Steingrímsson sem var rétt fyrir aftan hann 10 metrum frá marki, en skot Hallgríms hafnaði höndum Rajkós
Fjórum mínútum síðar supu stuðningsmenn Fjarðabyggðar hveljur þegar Rajkó lagðist lemstraður í grasið eftir að sóknarmenn KA-liðsins höfðu sótt hart að honum. Hann bað dómarann um stöðva leikinn en sá svartklæddi með flautuna sinnti því engu svo Rajkó varð að kasta boltanum útaf hliðarlínunni. Annars var Leiknir Ágústsson, dómari leiksins, arfaslakur, dómgæslan bitnaði mjög á gæðum knattspyrnuna, en bæði lið urðu fyrir barðinu á honum.
Sem betur fer fyrir Fjarðabyggðarliðið gat Rajkó haldið leiknum áfram en segja má að hann hafi bjargað Fjarðabyggðaliðinu frá því að vera þremur eða fjórum mörkum undir í leikhléi. Hann kom hinsvegar engum vörnum við á 26 mínútu leiksins þegar KA-menn unnu boltann á miðjum vellinum, einu sinni sem oftar og boltinn barst fram hægri kantinn þar sem Orri Gústafsson, sóknarmaður KA-liðsins, var einn og óvaldaður setti boltann fyrir sig og þrumaði honum síðan í nær hornið, alveg út við stöng, óverjandi fyrir Rajkovic í markinu.
Við það að fá þetta mark á sig var eins og drengirnir í Fjarðabyggðaliðinu vöknuðu og þeir fóru að skapa sér færi, á 31‘ átti Stefán Eysteinsson skot yfir af 20 metra færi eftir sendingu frá Grétari Ómarssyni og síðan átti Grétar gott skot að marki á 43‘ en sem Arnar Már Guðjónsson, markvörður KA- manna varði með tilþrifum.
Fjarðabyggðarmenn komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og segja má að liðið hafi ráðið lögum og lofum á vellinum. Á 52 mínútu reyndi á þá stórundarlegu reglu að leikmaður þurfi að yfirgefa völlinn ef kalla þarf á sjúkraþjálfara honum til aðhlynningar, en þá var Grétar Örn Ómarsson að bera boltann upp miðjuna þegar Guðmundur Óli Steingrímsson skellti honum í grasið og fékk að sjá gula spjald dómarans.
Þrátt fyrir að Fjarðabyggðarliðið hafi verið meira með boltann í síðari hálfleik þá eru það mörkin sem telja, en besta færi heimamanna í síðari hálfleik kom eftir hornspyrnu á 63 mínútu en þá stökk Guðmundur Andri Bjarnason hæst í teignum og skallaði að marki en KA- menn björguðu og boltinn barst til Hauks Inga Sigurbergssonar sem gaf hann á höfuðið á Högna Helgasyni en Arnar Már náði að verja skallaboltann.
Á 83‘ skoraði svo Guðmundur Óli Steingrímsson annað mark KA- manna og segja má að það hafi koimið gegn gangi leiksins, og eftir það var eins og allur vindur væri úr Fjarðabyggðarliðinu sem reyndar hélt áfram að stjórna leiknum og áttu heimamenn eftir það glæsilegt samspil en sóknir þeirra runnu allar út í sandinn þegar boltinn fór að nálgast vítateig.
Á lokamínútu leiksins gerðist mjög undarlegt atvik þegar boltanum var skotið í varnarmann Fjarðabyggðar og hann fór hátt í loft upp, dómarinn flautar meðan boltinn er í loftinu en hann lendir síðan í markinu, við það kom fát á dómarann sem snerist hring um sjálfan sig, rauk síðan til línuvarðarins og benti loks á miðjupunktinn til marks um að markið hafi verið löglegt, síðan flautaði hann leikinn af strax og leikmenn Fjarðarbyggðar höfðu lokið við að taka miðjuna. Ég held að það sé fáheyrt í knattspyrnuleik að mark sé dæmt gilt sem skorað er eftir að dómarinn stöðvar leikinn.
Athugasemdir