Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 01. september 2009 10:54
Þórður Már Sigfússon
Lilleström, Montpellier og Nantes sýndu Veigari áhuga
Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Norska úrvalsdeildarliðið Lilleström og frönsku liðin Nantes og Montpellier sýndu Veigari Páli Gunnarssyni áhuga á síðustu dögum félagaskiptagluggans. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolti.net.

Veigar Páll hefur ekki verið í náðinni hjá Pablo Correa, knattspyrnustjóra Nancy, síðan hann gekk til liðs við félagið í janúar síðastliðinn og virðist sem að leikmaðurinn eigi litla sem enga framtíð hjá félaginu.

Lilleström, sem er í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar, spurðist fyrir um Veigar og fékk liðið jákvæða svörun frá forráðamönnum Nancy. Hins vegar varð ekkert úr viðræðum milli félaganna að þessu sinni en Veigar er ofarlega á innkaupalista Lilleström fyrir næsta keppnistímabil.

Hann er hátt skrifaður í norskri knattspyrnu enda með bestu framherjum sem hafa spilað í úrvalsdeildinni þar í landi undanfarin tíu ár.

Franska úrvalsdeildarliðið Montpellier og Nantes, sem spilar í næst efstu deild þar í landi, spurðust einnig fyrir um Veigar án þess að til frekari viðræðna kæmi.
Athugasemdir
banner
banner