Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. október 2009 08:08
Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur hafnaði Man Utd - Vill fara til meginlandsins
Get ekki ímyndað mér að labba inn á Anfield í Man Utd treyju
Ingólfur í leik með KR.
Ingólfur í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Ingólfur Sigurðsson 16 ára gamall leikmaður KR hefur hafnað boði Manchester United um að æfa með liðinu á reynslu og vonast til að komast til liðs á meginlandi Evrópu.

Ingólfur sem var aðeins 14 ára gamall þegar hann fór fyrst erlendis og var í eitt ár hjá Heerenveen í Hollandi hefur verið hjá KR undanfarið ár og lék sinn fyrsta meistaraflokki með þeim í sumar.

Manchester United óskaði eftir því að fá hann á reynslu en leikmaðurinn hafnaði sjálfur boði félagsins þar sem hann er mikill stuðningsmaður Liverpool.

,,Ég get ekki ímyndað mér að labba inn á Anfield í Manchester United treyju," sagði Ingólfur við Fótbolta.net aðspurður um ástæðu þess að hann hafnaði enska félaginu.

Auk Manchester United hafa Glasgow liðin Rangers og Celtic sýnt honum mikinn áhuga en hann hafnaði einnig að fara þangað á reynslu.

,,Ég hef bara ekki áhuga á því, ég vil spila á meginlandi Evrópu þar sem ég tel það henta mér betur sem fótboltamanni," sagði Ingólfur.

Hann sagðist búast við að framtíð sín skýrist frekar á næstu tveimur vikum en þýska félagið Borussia Monchengladback hefur óskað eftir að fá hann í heimsókn ásamt foreldrum hans eftir að hann heillaði þá á Norðurlandamótinu í sumar.

Ingólfur sem er uppalinn hjá Val fór óvænt til KR síðasta haust. Þar lék hann þrjá leiki eftir að hafa komið inná sem varamaður í sumar og skoraði í þeim eitt mark.

Athygli vekur að hann er ekki á KSí samningi hjá KR.
Athugasemdir
banner
banner