Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 23. október 2009 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ingólfur Sigurðsson á leið til Heerenveen?
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Kantmaðurinn ungi og efnilega Ingólfur Sigurðsson sem leikur með KR heldur út til Heerenveen í Hollandi í næstu viku.

Ingólfur, sem er 16 ára gamall fer út til Heerenveen á fimmtudaginn í næstu viku þar sem hann dvelur hjá félaginu í 4 daga og skoðar aðstæður, en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Hann er ekki ókunnugur Heerenveen, en hann lék með liðinu í heilt ár þegar hann fór frá Val í maí 2007, en þurfti svo að snúa aftur til Íslands árið eftir þar sem foreldrar hans voru einungis með frí frá vinnu í eitt ár.

Hann kemur til með að ræða við forráðarmenn félagsins ásamt því að fara á leik með þeim og kemur væntanlega í ljós eftir næstu helgi hver framtíð hans verður, en Heerenveen hefur brennandi áhuga á að fá Ingólf aftur í sínar raðir, enda sá liðið mjög eftir honum þegar hann yfirgaf liðið á síðasta ári.

Fjölmörg lið voru á höttunum á eftir Ingólfi í byrjun sumars, en þar má nefna Manchester United, Everton, Reading, Stabæk, Molde, IFK Gautaborg, Brondby og svo Borussia Monchengladbach, og virðist hann vera einn eftirsóttasti unglingurinn á landinu um þessar mundir.

Hann lék þrjá leiki með meistaraflokk KR í Pepsi-deildinni í sumar, og gerði gott betur þar sem hann skoraði aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á í sínum fyrsta leik, en hann skoraði síðasta markið í öruggum 3-0 sigri á ÍBV. Þá hefur hann leikið 7 leiki fyrir U17 ára landsliðið.

Það skal vekja athygli á því að Ingólfur er ekki með KSÍ samning hjá KR og er honum því frjálst að ræða við önnur lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner