Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. október 2009 23:15
Gunnar Gunnarsson
Spænski bikarinn: Real Madrid tekið í kennslustund af 3. deildarliði
Davíð sigraði Golíat með miklum yfirburðum á Spáni
Raúl González fyrirliða Real Madrid ekki skemmt eftir niðurlæginguna gegn smáliði Alcorcon í kvöld.
Raúl González fyrirliða Real Madrid ekki skemmt eftir niðurlæginguna gegn smáliði Alcorcon í kvöld.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Real Union fögnuðu gríðarlega þegar þeir slógu út Madridinga á  Santiago Bernabeu í fyrra.
Leikmenn Real Union fögnuðu gríðarlega þegar þeir slógu út Madridinga á Santiago Bernabeu í fyrra.
Mynd: Getty Images
Alcorcon 4 - 0 Real Madrid
1-0 Borja ('16)
2-0 Álvaro Arbeloa ('22, sjálfsmark)
3-0 Ernesto ('40)
4-0 Borja ('52)

Fyrstu leikirnir í 32 liða úrslitum spænsku konungsbikarkeppninnar voru leiknir í kvöld og þar urðu heldur betur óvænt úrslit þegar 3. deildarlið Alcorcon vann 4-0 stórsigur á stjörnuprýddu liði Real Madrid.

Það hefur löngum verið sannað að peningar eru ekki allt og það eitt að bera falleg og fræg nöfn dugar ekki eitt og sér til að vinna knattspyrnuleiki.

Ekki ómerkari menn en Karim Benzema, Raúl González, Alvaro Arbeloa og Rafael Van Der Vaart komu við sögu hjá spænska stórveldinu Real Madrid sem sótti heim örspyrnirinn Alcorcon í spænska bikarnum en félagið leikur í 3. deildinni á Spáni.

Heimamenn sem státa af litlum en notalegum velli í útjaðri Madridar og tekur um 3.500 manns í sæti tóku hina margföldu spænsku meistara í sannkallaða kennslustund í knattspyrnufræðunum.

Staðan 3-0 í hálfleik og Arcorcon bætti síðan fjórða markinu við í upphafi seinni hálfleiks. Ruud van Nistelrooy kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og komst næst því að skora fyrir Real Madrid er hann átti skot sem markvörður Alcorcon varði í stöng.

Þessi úrslit í kvöld hljóta að teljast ein þau óvæntustu í sögu spænska bikarsins en rétt er að geta þess að Madridingar féllu einnig úr keppni í fyrra fyrir líttþekktu liði Real Union.

Af öðrum úrslitum kvöldsins má nefna að Sevilla og Atletico Madrid unnu sína leiki nokkuð sannfærandi á útivelli og ættu að vera komin áfram.

Seinni viðureign liðanna fer fram á Santiago Bernabeu heimavelli Real Madrid miðvikudaginn 11. nóvember og verður virkilega fróðlegt að fylgjast með hvort hvítu krónprinsunum í Madrid takist að vinna upp fjögurra marka forskot smáliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner