Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. október 2009 10:27
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Martinez telur að Ferguson hafi of mikil völd í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Wigan, telur að Sir Alex Ferguson stjóri Manchestesr United hafi of mikil völd í enska fótboltanum.

Martinez telur að enska knattspyrnusambandið beri of mikla virðingu fyrir Ferguson. Skotinn gagnrýndi Alan Wiley harðlega eftir leik gegn Sunderland á dögunum og í kjöfarið fékk hann ákæru frá enska knattspyrnusambandinu.

Ferguson hefur viðurkennt ósæmilega hegðun en mál hans verður tekið fyrir á næstunni. Martinez telur að aðrir knattspyrnustjórar hefðu lent í meiri vandræðum út af svipuðum ummælum.

,,Þeir (Enska knattspyrnusambandið) refsuðu Ferguson fyrir að segja að dómarinn væri ekki í nógu góðu formi og sannleikurinn er að þeir eru nánast að biðjast afsökunar á að refsa honum," sagði Martinez.

,,Aðrir þjálfarar hefðu verið dæmdir fyrir þetta. Ferguson hefur verið hér í lífstíð og það hefur mikil áhrif."

Martinez telur einnig að Rafa Benitez, stjóri Liverpool og samlandi hans, fái of mikla gagnrýni.

,,Ferguson er með sinn hóp af mönnum, fólk sem að styður hann: Steve Bruce, sem var leikmaður hjá honum, Sam Allardyce sem heldur að hann muni taka við af honum á Old Trafford og aðrir."

,,Á hinn bóginn þá er ráðist á Rafa Benitez úr öllum áttum,"
sagði Martinez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner