Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fös 20. nóvember 2009 17:11
Hafliði Breiðfjörð
Sonny Lára, Hrefna Lára og Dagbjört í Hauka (Staðfest)
Kvenaboltinn
Sonný Lára er komin í Hauka.
Sonný Lára er komin í Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrefna Lára er komin í Hauka.
Hrefna Lára er komin í Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar fengu í dag liðsstyrk fyrir baráttuna í Pepsi-deild kvenna næsta sumar þegar félagið staðfesti komu þriggja nýrra leikmanna. Þetta eru þær Sonný Lára Þráinsdóttir og Hrefna Lára Sigurðardóttir sem koma frá Fjölni og Dagbjört Agnarsdóttir sem snýr aftur til félagsins eftir eins árs fjarveru.

Salih Heimir Porca staðfesti komu leikmannana við Fótbolta.net í dag en Haukar hafa aðeins misst einn leikmann sem er fyrirliðinn Anna Margrét Gunnarsdóttir en hún hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna.

Haukar reyndu mikið að fá Söru Björk Gunnarsdóttur til að snúa aftur til félagsins þar sem hún er uppalin en hún ákvað að vera áfram í Breiðablik þar sem hún lék síðasta sumar. Heimir var ósáttur við að hún hafi ekki viljað koma.

,,Hún var búin að segja sjálf að ef við myndum koma upp í efstu deild og styrkja liðið þá myndi hún koma heim. Við buðum henni góðan samning en samt ákvað hún að vera áfram í Breiðablik," sagði hann. ,,Ég vil meina að knattspyrnan í Haukum hvíli á henni og mér finnst þetta hrikalegt, en svona er kvennaboltinn. Hún á að hjálpa sínu félagi og græðir ekkert hjá Breiðablik, þeir eru ekki að bjóða henni betur en við,"

Sonný Lára Þráinsdóttir er 23 ára gömul og hefur verið í hópi bestu markvarða landslins og hefur verið í úrtaki A-landsliðsins. Hún hefur leikið allan sinn feril með Fjölni og var með sameinuðu liði Aftureldingar og Fjölnis í sumar. Fjölnir hyggst ekki tefla fram liði í kvennaboltanum næsta sumar og Sonný Lára er því farin í Hauka. Hún á að baki 92 leiki með meistaraflokki í deild og bikar.

Hrenfa Lára Sigurðardóttir getur spilað sem bakvörður eða kantmaður. Hún er 22 ára gömul og hefur allan sinn feril verið hjá Fjölni þar sem hún hóf meistaraflokksferilinn árið 2002. Síðan þá hefur hún leikið 53 leiki og skorað sex mörk.

Dagbjört Agnarsdóttir er 21 árs. Hún hafði allan sinn feril leikið með Haukum þegar hún gekk til liðs við FK Donn í Noregi í mars. Hún er komin aftur hingað til lands og snýr aftur til Hauka þar sem hún hóf meistaraflokksferilinn árið 2003 er liðið hét Þróttur/Haukar. Samtals hefur hún leikið 57 leiki fyrir félagið og skorað í þeim ellefu mörk.
Athugasemdir
banner
banner