Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. desember 2009 21:55
Magnús Már Einarsson
Kristján Gauti semur við Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kristján Gauti Emilsson, 16 ára miðjumaður úr FH, mun síðar í mánuðinum ganga til liðs við enska félagið Liverpool en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í kvöld.

Kristján Gauti mun fara til Liverpool í næstu viku þar sem að gengið verður frá samningum. Hann mun líklega æfa með U18 ára liði félagsins til að byrja með.

Í síðasta mánuði var Kristján Gauti til reynslu hjá Liverpool þar sem að forráðamenn félagsins hrifust af honum.

,,Það gekk vel á æfingum og þeir voru ánægðir með mig," sagði Kristján Gauti við Fótbolta.net í kvöld.

Kristján Gauti hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og hann segir því að draumur sé að rætast með því að ganga til liðs við félagið.

Kristján Gauti lék í fyrsta sinn með meistaraflokki FH í sumar en hann lék þrjá leiki í Pepsi-deildinni, þar af einn í byrjunarliði.

Hann hefur auk Liverpool farið til reynslu hjá Gautaborg í Svíþjóð og Rangers í Skotlandi.

Kristján Gauti hefur einnig leikið tvo leiki með U19 ára landsliði Íslands, þrjá með U18 og sjö með U17 ára landsliðinu. Í þessum 12 leikjum skoraði hann sex mörk.

Einn annar íslenskur leikmaður er hjá Liverpool en það er hinn 18 ára gamli Guðlaugur Victor Pálsson sem leikur með varaliði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner