Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2010 09:00
Magnús Már Einarsson
Dómarahornið: Kristinn J. svarar - 100% rautt á Shawcross
Shawcross gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.
Shawcross gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Kristinn Jakobsson, FIFA-dómari, svarar spurningum lesenda Fótbolta.net sem snúa að dómgæslu alltaf á þriðjudögum en spurningar má senda á [email protected]. Í dag er ekki þriðjudagur en Kristinn svarar þó spurningu í dag sem snýr að atvikinu þegar að Aaron Ramsey fótbrotnaði í leik Arsenal og Stoke um síðustu helgi.

Var að spá í því hvort þetta hafi ekki örugglega verið rautt spjald á Shawcross? eru margir sem halda því fram að dómarinn hafi bara gefið honum rautt vegna þess að hann var búinn að sjá fótinn.
Kristján Sigurbjörnsson.

Sæll Kristján.
Það er alveg á hreinu að brotið sem Scowcross framdi réttlætir brottvísun - brotið er mjög gróft, bæði vegna þess að hann stekkur nánast í tæklinguna, er alltof seinn og svo hefur hann ekkert vald á tæklingunni, sem verður til að þessi hörmulegi atburður á sér stað.
100% rautt spjald.

kv.
KJ

banner
banner
banner
banner
banner