Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 18. mars 2010 19:55
Þórður Már Sigfússon
PSV með augastað á Gylfa Þór
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Frábær spilamennska Gylfa Þórs Sigurðssonar með enska 1. deildarliðinu Reading á þessu keppnistímabili hefur gert það að verkum að fjöldi útsendara víðsvegar úr Evrópu flykkjast nú á leiki liðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net hafa útsendarar frá hollenska stórliðinu PSV Eindhoven fylgst með Gylfa í þremur leikjum frá áramótum og þá er vitað að mörg ensk úrvalsdeildarlið hafa fylgst með honum að undanförnu.

Búast má við því að útsendarar PSV haldi áfram að fylgjast með framgöngu Gylfa, sem hefur skorað 13 mörk á keppnistímabilinu, til loka tímabilsins enda virðist hann verða betri með hverri vikunni sem líður.

Það mun því reynast Reading þrautinni þyngri að halda Gylfa innan raða félagsins í sumar og má gera ráð fyrir því að spili annars staðar á næsta keppnistímabili.

Einn íslenskur leikmaður hefur verið á mála hjá PSV en það er fyrrum landsliðsfyrirliðinn, Eiður Smári Guðjohnsen.

banner
banner
banner
banner