Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. mars 2010 14:08
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Auðveldur sigur Hauka á Fjarðabyggð
Arnar Gunnlaugsson skoraði tvö fyrir Hauka.
Arnar Gunnlaugsson skoraði tvö fyrir Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð 1-4 Haukar:
0-1 Arnar Gunnlaugsson
0-2 Hilmar Emilsson
0-3 Hilmar Emilsson
1-3 Fannar Árnason
1-4 Arnar Gunnlaugsson

Haukar gerðu góða ferð austur í Fjarðabyggðarhöllina í dag þar sem þeir unnu heimamenn með fjórum mörkum gegn einu. Arnar Gunnlaugsson og Hilmar Emilsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Hauka en Fannar Árnason skoraði fyrir Fjarðabyggð.

Haukar voru eins og tölurnar gefa til kynna betra liðið í leiknum í dag. Arnar Gunnlaugsson kom þeim yfir í fyrri hálfleiknum með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Garðars Ingvars Geirssonar.

Hilmar Emilsson bætti öðru marki við á ótrúlegan hátt þegar hann skaut upp í markvinkilinn við enda vítateigsins nærri endalínu og staðan 0-2 fyrir Hauka í hálfleik.

Hilmar bætti við þriðja marki Hauka í síðari hálfleiknum eftir klafs í teignum en Fjarðabyggð minnkaði strax muninn í 1-3 eftir að hafa komist inn í sendingu og afgreitt færið.

Arnar Gunnlaugsson gerði svo endanlega út um sigurinn með góðu skoti utan teigs þar sem hann lagði hann snyrtilega upp í markið.