fim 08. apríl 2010 20:58
Hafliði Breiðfjörð
Evrópudeildin: Liverpool og Fulham komin í undanúrslit
Verður enskur úrslitaleikur í Evrópudeildinni?
Torres skoraði tvö fyrir Liverpool. Hér er hann í baráttu við Ramires.
Torres skoraði tvö fyrir Liverpool. Hér er hann í baráttu við Ramires.
Mynd: Getty Images
Bobby Zamora og  Simon Davies fagna marki þess fyrrnefnda í sigri Fulham á Wolfsburg.
Bobby Zamora og Simon Davies fagna marki þess fyrrnefnda í sigri Fulham á Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero og  Alexis Delgado eigast við í slag Atletico Madrid og Valencia á Spáni.
Sergio Aguero og Alexis Delgado eigast við í slag Atletico Madrid og Valencia á Spáni.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Fulham virðast ætla að halda uppi heiðri ensku liðanna í Evrópukeppni þetta tímabilið því liðin tryggðu sig bæði í undanúrslit Evrópudeildar UEFA í kvöld en þeim fylgja einnig Atletico Madrid og Hamburg í undanúrslitin.

Liverpool komst í 3-0 gegn Benfica á Anfield. Dirk Kuyt skoraði fyrst með skalla eftir hornspyrnu Steven Gerrard. Aðstoðardómarinn vildi meina að Kuyt hafi verið rangstæður þegar spyrnan var tekin en hornspyrna er tekin við endamörk svo útilokað er að dæma rangstöðu svo dómarinn tók það ekki í mál.

Lucas bætti svo við öðru marki og Fernando Torres því þriðja en Oscar Rene Cardozo minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir og staðan orðin 3-1, samanlagt 4-3 og farið að minna ískyggilega á gang viðureignar Man Utd og Bayern Munchen í gær. Torres bætti hinsvegar við fjórða markinu og gerði út um leikinn.

Í Þýskalandi afgreiddi Bobby Zamora sigur Fulham á Wolfburg strax á fyrstu mínútunni en samanlögð úrslit þar 1-3 fyrir Fulham. Ekkert mark var skorað í Spánarslag Atletico Madrid og Valencia og því fór fyrra liðið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í fyrri leiknum sem fór 2-2. Þá vann Hamburg 3-1 sigur á Standard Liege og samanlagt 5-2.

Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Atletico Madrid - Liverpool þar sem fyrri leikurinn verður á Spáni og hinsvegar Hamburg - Fulham þar sem fyrri leikurinn er í Þýskalandi. Þetta þýðir að Fulham og Liverpool eru aðeins einu skrefi frá því að mætast í úrslitaleik keppninnar en þó er ljóst að það verður erfið hindrun hjá báðum liðum.

Liverpool 4-1 Benfica: (Samanlagt 5-3)
1-0 Dirk Kuyt ('27)
2-0 Lucas Leiva ('34)
3-0 Fernando Torres ('58)
3-1 Oscar rene Cardozo ('70)
4-1 Fernando Torres ('84)

Wolfsburg 0-1 Fulham: (Samanlagt 1-3)
0-1 Bobby Zamora ('1)

Standar Liege 1-3 Hamburger: (Samanlagt 2-4)
0-1 Mladen Petric ('20)
1-1 Igor de Camargo ('33)
1-2 Mladen Petric ('35)
1-3 Jose Paolo Guerrero ('90=

Atletico Madrid 0-0 Valencia: (Samanlagt 2-2)

Undanúrslitin:

Fimmtudaginn 22. apríl:
Hamburg - Fulham
Atletico Madrid - Liverpool

Fimmtudaginn 29. apríl:
Liverpool - Atletico Madrid
Fulham - Hamburg
banner
banner
banner
banner