Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. apríl 2010 21:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Benítez: Torres verður ánægður en er farinn í lyfjapróf
Rafael Benítez.
Rafael Benítez.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool gat verið ánægður með 4-1 sigur liðsins á Benfica í Evrópudeildinni í kvöld en samanlögð úrslit voru 5-3 fyrir enska liðið.

Liverpool er því komið í undanúrslit þar sem fyrirfram var ljóst að þeir myndu mæta spænsku liði. Ekki fór það svo að Benítez fengi að mæta gömlum félögum í Valencia því Atletico Madrid sló þá út og mætir Liverpool í undanúrslitum.

,,Við spiluðum gegn góðu liði og vissum að við yrðum að leggja hart að okkur," sagði Benítez við fjölmiðla eftir leikinn.

,,Við nýttum okkur veikleika þeirra og þriðja markið var virkilega gott," hélt hann áfram en Fernando Torres skoraði þriðja markið eftir góða sendingun frá Dirk Kuyt.

Torres hóf ferilinn með Atletico Madrid og það er eina liðið sem hann hefur spilað fyrir utan Liverpool. Nú fær hann að mæta sínum gömlu félögum í undanúrslitum.

,,Fernando verður spenntur yfir að fara aftur til síns gamla félags, en ég hef ekki séð hann því hann er með lyfjaprófurunum," sagði Benítez.
banner
banner