Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 10. apríl 2010 16:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Laws um viðtal á Fótbolta.net: Ódýrt skot og vonbrigði
Stjóri Burnley ósáttur við ummæli Jóhannesar Karls Guðjónssonar á Fótbolta.net
Brian Laws er ósáttur við viðtal sem Jóhannes Karl Guðjónsson veitti Fótbolta.net.
Brian Laws er ósáttur við viðtal sem Jóhannes Karl Guðjónsson veitti Fótbolta.net.
Mynd: Getty Images
Brian Laws knattspyrnustjóri Burnley segist hafa verið fyrir vonbrigðum með viðtal Fótbolta.net við Jóhannes Karl Guðjónsson fyrr í vikunni þar sem Jóhannes Karl sagði að Laws hafi tapað búningsklefanum hjá liðinu.

Viðtalið hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa vitnað í Fótbolta.net síðustu tvo daga og fjallað um ummæli Jóhannesar Karls í viðtali sem birtist hér á vefnum í gærmorgun.

Laws ræddi svo við BBC Radio 5 Live fyrir leik liðsins gegn Hull City í ensku úrvalsdeildinni í dag og tjáði sig þar um viðtalið á Fótbolta.net.

,,Sem stendur er ég mjög auðvelt skotmark. Kevin McDonald tók heimskulega ákvörðun. Hann er ekki skarpasti drengur heims og ætlaði sér ekki að skaða neinn svo hann baðst afsökunar, sem er frábært," sagði Laws við BBC.

,,Joey Guðjonsson kom með einhver ummæli. Það kemur mér ekki á óvart. Hann hefur ekki einu sinni verið í liðinu, eða hópnum, síðan ég kom hingað og hann er ekki að fá samning, svo þetta er skilnaðarskot á stjórann."

,,Það eina sem ég get sagt er að það eru engin slík vandamál. Við erum með óánægða leikmenn, það hafa allir, en við dveljum ekkert við það. Þetta er bara ódýrt skot og veldur vonbrigðum, en við tökum faglega á honum, ólíkt honum, sem hefur verið mjög ófaglegur."


Sjá einnig:
Jóhannes Karl: Laws er löngu búinn að tapa klefanum
banner
banner
banner
banner