Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 12. apríl 2010 12:07
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Burnley 
Jóhannes Karl í tveggja vikna bann fyrir viðtal á Fótbolta.net
Jóhannes Karl Gunnarsson.
Jóhannes Karl Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni hefur verið settur í tveggja vikna bann af félaginu á meðan rannsókn fer fram á viðtali hans við Fótbolta.net fyrir helgi.

Frá þessu var greint á vef Burnley í dag en þar kemur fram að Jóhannes Karl hafi mætt á agafund hjá félaginu í morgun þar sem þessi ákvörðun var tekin.

Í viðtalinu sem birtist á Fótbolta.net á föstudagsmorgun sagði Jóhannes Karl að Brian Laws knattspyrnustjóri liðsins væri löngu búinn að tapa klefanum og að allir leikmenn væru búnir að missa trú á honum.

Sky Sports tók fréttina svo upp og vitnaði í Fótbolta.net síðar á föstudag og síðan þá hafa flestir fótboltamiðlar á Englandi vitnað í þessa frétt Fótbolta.net og mikið hefur verið rætt um hana.

Laws kom svo í viðtal eftir sigur á Hull á laugardag og sagði að tekið yrði á málum Jóhannesar Karls í dag sem nú er orðin staðreynd.

Af vef Burnley
Knattspyrnufélagið Burnley hefur í dag sett leikmanninn Joey Guðjónsson í tveggja vikna bann á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem sögð eru eftir honum höfð í fjölmiðlum.

Íslenskt vefsvæði hafði eftir Guðjónssyni að hann efaðist um liðsanda á Turf Moor fyrir 4-1 sigurinn á Hull City á laugardaginn.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður sem er með samning sem rennur út í sumar mætti á agafund hjá félaginu á mánudag.

Knattspyrnufélagið Burnley mun ekki tjá sig frekar um málið.


Sjá einnig:
Jóhannes Karl: Laws er löngu búinn að tapa klefanum
Laws um viðtal á Fótbolta.net: Ódýrt skot og vonbrigði
banner
banner