Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   þri 20. apríl 2010 11:14
Magnús Már Einarsson
FH, Haukar og Valur koma heim í kvöld
Haukar eru á heimleið.
Haukar eru á heimleið.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
FH, Haukar og Valur munu koma heim úr æfingaferð sinni Portúgal í kvöld.

Liðin áttu upphaflega að koma heim í gær en flugsamgöngur hafa legið niðri undanfarna daga vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Liðin hafa núna farið í rútu frá Portúgal og ferðinni er heitið til Sevilla á Spáni þaðan sem flogið verður til Íslands.

Áætlað er að liðin lendi á Íslandi í kringum 21 í kvöld og því ættu leikirnir í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins að geta farið fram samkvæmt áætlun á fimmtudag.

8-liða úrslit Lengjubikarsins:
15:00 KR - FH (KR-völlur)
16:00 Fram - Keflavík (Framvöllur)
17:15 Þór - Valur (Boginn)
19:00 Grindavík - Breiðablik (Reykjaneshöllin)
banner