Fram 2-2 Breiðablik (Breiðablik vann 4-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Hjálmar Þórarinsson ('21)
1-1 Rafn Andri Haraldsson ('45+1)
1-2 Olgeir Sigurgeirsson ('106)
2-2 Kristinn Ingi Halldórsson ('117)
Rautt spjald: Kristjáns Hauksson, Fram ('93)
Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir að hafa unnið Fram í vítaspyrnukeppni í kvöld. Enn einu sinni gekk ekki að ráða úrslitum milli þessara liða í venjulegum leiktíma eða framlengingu en það gerðist síðast í úrslitaleik VISA-bikarsins í fyrra.
1-0 Hjálmar Þórarinsson ('21)
1-1 Rafn Andri Haraldsson ('45+1)
1-2 Olgeir Sigurgeirsson ('106)
2-2 Kristinn Ingi Halldórsson ('117)
Rautt spjald: Kristjáns Hauksson, Fram ('93)
Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir að hafa unnið Fram í vítaspyrnukeppni í kvöld. Enn einu sinni gekk ekki að ráða úrslitum milli þessara liða í venjulegum leiktíma eða framlengingu en það gerðist síðast í úrslitaleik VISA-bikarsins í fyrra.
Framarar voru heimalið í Kórnum í dag og léku að venju í bláum búningum en Blikar fengu að leika í sínum hefðbundnu grænu en ekki hvítum sem þeim var gert að gera tvívegis í fyrrasumar. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram sat uppi í stúku þar sem hann var að taka út leikbann.
Framarar byrjuðu leikinn betur og voru beittari í fyrri hálfleiknum. Halldór Hermann Jónsson komst í gott skotfæri í teignum eftir stundarfjórðung en skaut beint á Ingvar Kale í markinu og mínútu síðar skallaði Ívar Björnsson í fangið á Ingvari eftir góða fyrirgjöf Kristjáns Haukssonar.
Hjálmar Þórarinsson kom Fram svo yfir á 21. mínútu þegar hann sneri á varnarmenn Blika fyrir utan vítateiginn, kom sér í skotstöðu í vítateignum og setti boltann upp í vinstra hornið. Laglegt mark hjá Hjálmari.
Hinum megin á vellinum gekk Blikum illa að komast framhjá varnarmönnum Framara og svo virtist sem þeir bláu hafi haft meiri baráttuhug þó svo ekki hafi verið mikið um dauðafæri.
Undir lok fyrri hálfleiksins fengu Blikar svo aukaspyrnu við vítateigshornið hægra megin. Kristinn Jónsson bjó sig undir að taka spyrnuna á meðan Gunnar Jarl Jónsson dómari lagði mikið upp úr því að Framarar væru í réttri fjarlægð og stoppaði þá í að stela sér metrum áður en Kristinn tók spyrnuna. Það hafðist svo á endanum og spyrna Kristins var góð, Hannes markvörður Fram hafði hafði hendur í boltanum en þar barst hann fyrir fætur Rafns Andra Haraldssonar sem setti hann yfir marklínuna.
Nokkrum sekúndum síðar var flautað til hálfleiks og staðan þá 1-1 svo jöfnunarmark Blika hefði ekki getað komið á betri tíma og þeir gátu byrjað síðari hálfleikinn í jafnri stöðu.
Þeir byrjuðu líka með látum því eftir frábært samspil þeirra á milli sendi Guðmundur Kristjánsson boltann inn í teiginn frá hægri strax eftir 20 sekúndur þar sem Alfreð Finnbogason var í dauðafæri rétt fyrir framan marklínuna en hitti boltann illa og ekkert varð úr því. Sjö mínútum síðar skaut Kristinn Steindórsson framhjá úr góðu færi í teignum og Alfreð komst í gott færi um miðjan hálfleikinn eftir að hafa unnið boltann af miklu harðfylgi en skaut framhjá.
Á 73. mínútu klappaði öll stúkan fyrir tilþrifum sinna manna. Rafn Andri var þá í erfiðri stöðu í teignum en reyndi bakfallsspyrnu til að setja boltann í netið á fábæran hátt en markvarsla Hannesar Halldórssonar var líka frábær. Þegar þarna var komið við sögu var í raun bara eitt lið á vellinum, lið Breiðabliks sem sótti stíft meðan Framarar bökkuðu.
Fjör færðist þó í leikinn sem var orðinn skemmtilegri og beggja vegna komust liðin í ákjósanleg færi án þess þó að takast að setja boltann í markið.
Þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fór Kristján Hauksson harkalega í Guðmund Kristjánsson sem lá á vellinum. Gunnar Jarl dómari vísaði Kristjáni af velli en gaf Guðmundi áminningu fyrir að bregðast illa við. Strax í kjölfarið af því flautaði Gunnar leikinn af og því varð að framlengja í tvisvar 15 mínútur.
Manni fleiri voru Blikar miklu betra liðið í framlenginunni og komust í mörg færi en Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram hélt sínum mönnum á floti með því að verja margsinnis frá Blikum. Hann varði frá Guðmundi Kristjánssyni sem var einn gegn honum, einnig frá Alfreð Finnbogasyni og Olgeir Sigurgeirssyni.
Hann kom hinsvegar engum vörnum við þegar 20 sekúndur voru liðnar af síðari hluta framlengingarinnar. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom þá upp hægra megin og sendi fyrir á Olgeir sem skallaði inn.
Framarar voru nálægt því að jafna þegar Jón Orri Ólafsson tók hjólhestaspyrnu sem fór í þverslánna og yfir en virtist hafa farið í Blika á leiðinni því hornspyrna var dæmd. Þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni jöfnuðu Framarar.
Hlynur Atli sem fór í miðvörðinn eftir að Kristján var rekinn af velli sendi þá langan bolta fram völlinn og Arnór Svenn virtist hafa fult vald á honum en lagði fyrir fætur Kristinns Inga Hallórssonar leikmanns Fram sem kom á ferðinni og þrumaði í markið.
Blikar freistuðu þess að jafna að nýju og Alfreð komst í dauðafæri en Hannes varði frábærlega frá honum og í horn sem ekkert varð úr. Ekkert meira var skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.
Vítaspyrnukeppnin:
0-0 Ingvar Kale varði frá Daða Guðmundssyni
0-0 Hannes Þór Halldórsson ver frá Alfreð Finnbogasyni
1-0 Jón Guðni Fjóluson skorar
1-1 Jökull Elísabetarson skorar
2-1 Hlynur Atli Magnússon skorar
2-2 Rafn Andri Haraldsson skorar
2-2 Ingvar Kale ver frá Jóni Gunnari Eysteinssyni
2-3 Olgeir Sigurgeirsson skorar
3-3 Almarr Ormarsson skorar
3-4 Kristinn Jónsson skorar
Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Jón Guðni Fjóluson, Sam Tillen (Jón Orri Ólafsson '91), Jón Gunnar Eysteinsson, Halldór Hermann Jónsson (Kristinn Ingi Halldórsson '106), Almarr Ormarsson, Ívar Björnsson (Alexander Veigar Þórarinsson '85), Hjálmar Þórarinsson, Joe Tillen (Hlynur Atli Magnússon '74).
Breiðablik: Ingvar Kale, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason (Elvar Sigurðsson '117), Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Jökull Elísabetarson, Guðmundur Kristjánsson (Olgeir Sigurgeirsson '103), Rafn Andri Haraldsson, Alfreð Finnbogason, Kristinn Steindórsson (Haukur Baldvinsson '75).
Gul spjöld: Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram ('24), Jón Gunnar Eysteinsson, Fram ('53) Guðmundur Kristjánsson, Breiðablik ('93), Jón Guðni Fjóluson, Fram ('112)