Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 25. apríl 2010 20:46
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: KR í úrslit eftir sigur á Val
Kjartan Henry skoraði þriðja markið.
Kjartan Henry skoraði þriðja markið.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Valur 0 - 3 KR
0-1 Mark Rutgers ('41)
0-2 Björgólfur Takefusa ('49, víti)
0-3 Kjartan Henry Finnbogason ('65)

KR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Lengjubikarsins þegar að liðið sigraði Val örugglega 3-0 í Egilshöll.

Mark Rutgers kom KR yfir með skallamarki rétt fyrir leikhlé en fram að markinu höfðu Valsarar reyndar fengið betri færi.

Í síðari hálfleik voru KR-ingar með öll völd og Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu áður en Kjartan Henry Finnbogason bætti þriðja markinu við.

Lokatölur 3-0 og því er ljóst að KR mætir Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins í Kórnum næstkomandi laugardag.

Nánar verður fjallað um leik Vals og KR hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
banner
banner
banner